

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Námskeiðið verður kennt á haustmisseri 2025. Sjá nánar í stundatöflu.
Háskóli Íslands - sjá stundatöflu
Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands
Í forgrunni námskeiðsins er starf stjórnandans, á öllum stjórnstigum, eðli þess og áskoranir. Starfsmannamál sem og samskiptaþátturinn er í brennipunkti og rauður þráður í öllum viðfangsefnum eða þáttum námskeiðsins. Forystuhlutverk stjórnandans er sérstaklega til skoðunar. Það er sett í samhengi við stjórnun mannauðsmála almennt og tengt við að stjórna starfsfólki í umbótaverkefnum og róttækum breytingum. Forysta er einnig skoðuð í tengslum við árangursríka teymisvinnu og aðferðir við að leysa og höndla ágreining og erfið starfsmannamál.
Markmið námskeiðsins er að nemendur öðlist djúpa þekkingu á merkingu lykilhugtaka og góðan skilning á kenningarlegum viðmiðum, aðferðum og mögulegum leiðum stjórandans til að sinna starfinu með árangursríkum hætti. Nýttir verða fjölbreyttir kennsluhættir með það að markmiði að ýta undir áhuga, virkni og þátttöku nemenda.
Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.
Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Umsókn er aðeins afgreidd ef prófskírteini, til staðfestingar á loknu grunnnámi við háskóla, hefur borist á netfangið endurmenntun@hi.is
Sjá upplýsingar um námskeiðið í Kennsluskrá HÍ.
Sjá tímasetningar og staðsetningar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.