Fjarnámskeið

Velferð - jákvæð sálfræði fyrir starfsfólk skóla

Verð 47.200 kr.
Í gangi

Fim. 13. og 20. okt. kl. 14:00 - 17:00

6 klst.

Bryndís Jóna Jónsdóttir, B.Ed í grunnskólafræðum, MA í náms- og starfsráðgjöf og MA-diplóma í jákvæðri sálfræði

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Rannsóknir sýna að það er margt sem við sem einstaklingar getum gert til að stuðla að eigin velferð. Á þessu námskeiði skoðum við hvernig við getum nýtt fræði jákvæðrar sálfræði til að auka vellíðan okkar og velgengni ásamt því hvernig nýta megi jákvæða sálfræði í skólastarfi.

Jákvæð sálfræði er ung en vaxandi fræðigrein sem leitast við að rannsaka hvað einkennir gott líf, skoða styrkleika og jákvæða eiginleika fólks frekar en að einblína á það sem miður fer. Á námskeiðinu er fjallað um helstu svið jákvæðrar sálfræði með áherslu á styrkleika, hugarfar, flæði og núvitund ásamt því að skoða áhrifamátt jákvæðra tilfinninga, hugsana og samskipta. Farið er í hagnýtar æfingar og verkefni sem hjálpa okkur við að tileinka okkur nýjar leiðir til að nálgast áskoranir daglegs lífs og stuðla þannig að vellíðan og velgengni.

Aukinn áhugi er víða um heim á því að nýta jákvæða sálfræði í skólastarfi til að auka velferð og velgengni nemenda og starfsfólks. Þar er upphafskrefið og lykilatriðið ávallt að starfsfólkið sjálft þekki leiðir til að hlúa að eigin vellíðan og geti þannig stutt enn frekar við velferð nemenda.

Meginmarkmið þessa námskeiðs er að veita innsýn í fræðasvið jákvæðrar sálfræði ásamt því að fara í gagnlegar og uppbyggilegar æfingar, kynna leiðir til að starfsfólk skóla geti nært neistann sinn og aukið um leið eigin vellíðan og velferð bæði í leik og starfi.

Á námskeiðinu er fjallað um

Jákvæða sálfræði og hvernig megi nýta þau fræði til að efla eigin velgengni og vellíðan.
Hagnýtar raunprófaðar æfingar sem byggja á grunni jákvæðrar sálfræði.
Hvernig flétta megi jákvæða sálfræði við skólastarf og auka með henni velferð og seiglu bæði starfsfólks og nemenda.

Ávinningur þinn

Þekking á æfingum og aðferðum sem þú getur nýtt þér til að auka eigin velferð.
Aukin þekking á því hvað rannsóknir segja um hvað og hvernig stuðla megi að eigin vellíðan og velgengni.
Innsýn í hvernig nýta megi jákvæða sálfræði í skólastarfi.

Fyrir hverja

Kennara, starfsfólk og stjórnendur allra skólastiga sem hafa áhuga á að stuðla að vellíðan og velgengni.

Nánar um kennara

Bryndís Jóna Jónsdóttir hefur yfir 20 ára starfsreynslu sem nær yfir fjölbreytt verkefni á öllum skólastigum. Hún hefur sinnt kennslu, stjórnunarstörfum og unnið að rannsóknar- og skólaþróunarverkefnum. Hún starfar í hlutastarfi sem aðjúnkt á Menntavísindasviði HÍ og er núvitundarkennari hjá Núvitundarsetrinu. Bryndís Jóna hefur sótt sér kennaraþjálfun og farið á fjölmörg námskeið varðandi núvitund bæði hérlendis og erlendis, hún hefur þýtt og skrifað námsefni um núvitund fyrir börn og unglinga ásamt því að skrifa bókina Núvitund í dagsins önn.
Bryndís Jóna hefur haldið fjölmörg námskeið, vinnustofur og fyrirlestra um núvitund, heilsueflingu og jákvæða sálfræði í skólastarfi.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Velferð - jákvæð sálfræði fyrir starfsfólk skóla

Verð
47200

<span class="fm-plan">Ranns&oacute;knir s&yacute;na a&eth; &thorn;a&eth; er margt sem vi&eth; sem einstaklingar getum gert til a&eth; stu&eth;la a&eth; eigin velfer&eth;. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i sko&eth;um vi&eth; hvernig vi&eth; getum n&yacute;tt fr&aelig;&eth;i j&aacute;kv&aelig;&eth;rar s&aacute;lfr&aelig;&eth;i til a&eth; auka vell&iacute;&eth;an okkar og velgengni &aacute;samt &thorn;v&iacute; hvernig n&yacute;ta megi j&aacute;kv&aelig;&eth;a s&aacute;lfr&aelig;&eth;i &iacute; sk&oacute;lastarfi.</span>