Staðnámskeið

Markvissar aðgerðir í kjölfar TRAS

Verð 49.400 ISK
Í gangi

Mán. 30. jan. kl. 9:00 - 16:00

6 klst.

Ásthildur B. Snorradóttir og Björk Alfreðsdóttir

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Farið verður yfir skilgreiningar á færniþáttum/málþáttum sem einkenna þroska barna. Bent verður á hagnýtar lausnir til þess að mæta þörfum barna sem sýna frávik á þessum þáttum. Leitast verður við að gefa þátttakendum verkfæri og hugmyndir til þess að nota í daglegum aðstæðum í skólanum. Sérstaklega verður fjallað um skipulag í leikskólum, uppbyggingu málörvunarhópa og undirbúning fyrir lestur eftir skráningu með TRAS.

Sýnt hefur verið fram á að með því að beita aðferðum snemmtækrar íhlutunar er hægt að draga úr og jafnvel koma í veg fyrir námsörðugleika. Með því að skrá málþroska ungra barna í daglegum aðstæðum og skilgreina málþroskafrávik aukum við möguleika á því að vinna markvisst að því að styrkja málþroska út frá viðeigandi færniþáttum. Einnig hefur það áhrif á valdeflingu fyrir starfsfólk leikskólans að fá betri yfirsýn yfir verkfæri og hugmyndir til þess að styrkja mál- og félagsþroska ungra barna með viðeigandi íhlutun.

Á námskeiðinu er fjallað um

Málþróun ungra barna og helstu frávik. Tvítyngi/fjöltyngi.
Áhrif málþroskafrávika á félagsfærni og lestur – samvinnu fagstétta.
Færniþætti/málþætti með áherslu á viðeigandi íhlutun.
Spennandi málörvunarefni, spil, forrit og bækur – aðferðir sem skila árangri til að mæta þörfum barna með frávik í málþroska.

Ávinningur þinn

Að þekkja eðlilega málþróun og helstu frávik. Gera sér betur grein fyrir þörfum barna sem eru að læra íslensku sem annað tungumál.
Að geta beitt hagnýtum aðferðum til að mæta þörfum ungra barna með frávik í færniþáttum/málþáttum með viðeigandi íhlutun.
Að öðlast meiri færni í að skipuleggja vinnu inni á mismunandi deildum leikskólans með þarfir allra barna í huga.
Þekkja og geta nýtt sér hugmyndir, aðferðir og verkfæri til þess að stuðla að hámarksárangri í námi ungra barna.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað leikskólakennurum, grunnskólakennurum, þroskaþjálfum, talmeinafræðingum, sálfræðingum og sérkennurum. Einnig er námskeiðið opið öðru starfsfólki leikskólans sem hefur reynslu af því að vinna með kennurum og þeim sem hafa réttindi til þess að nota TRAS skráningarlistann.

Nánar um kennara

Ásthildur B. Snorradóttir er með sérkennarapróf og próf í talmeinafræði frá Noregi. Hún er einnig með meistaragráðu með áherslu á talmeinafræði frá Bandaríkjunum. Hún hefur skrifað margar greinar um snemmtæka íhlutun og undirbúning fyrir lestur. Ásthildur hefur áratuga reynslu af talþjálfun barna og ráðgjöf. Hún er höfundur fjölda kennslugagna í málörvun og vinsælla barnabóka um Bínu bálreiðu. Einnig er hún meðhöfundur að skimunarprófinu; Leið til læsis, Tölum saman-málörvunarkerfi, Orðagulli, Ljáðu mér eyra- undirbúningur fyrir lestur, Íslenska málhljóðakassanum og handbókinni: Snemmtæk íhlutun í málörvun tveggja til þriggja ára barna. Ásthildur starfar á skrifstofu Fræðslu- og frístundaþjónustu Hafnarfjarðar og er ein af eigendum Talþjálfunar Reykjavíkur og hún er hluti af íslenska TRAS hópnum.

Björk Alfreðsdóttir er sérkennari. Hún lauk prófi í sérkennslufræðum /heyrnarkennari frá Statens Spesiallærerhögskole í Noregi. Björk er með B.Ed. í leikskólakennarafræðum og M.Ed. í sérkennslufræði og skóla margbreytileikans frá HÍ. Hún hefur langa reynslu af starfi sem sérkennari og ráðgjafi í leik- og grunnskólum. Björk er í íslenska TRAS hópnum sem þýddi og staðfærði TRAS skráningarlistann.

Aðrar upplýsingar

Gott fyrir þátttakendur að skoða og prenta út efni af eftirfarandi hlekkjum:
https://mms.is/namsefni/takn-med-tali-vefur
https://reykjavik.is/einn-leikskoli-morg-tungumal
https://malorvun.wordpress.com/

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Markvissar aðgerðir í kjölfar TRAS

Verð
49400

<span class="fm-plan">Fari&eth; ver&eth;ur yfir skilgreiningar &aacute; f&aelig;rni&thorn;&aacute;ttum/m&aacute;l&thorn;&aacute;ttum sem einkenna &thorn;roska barna. Bent ver&eth;ur &aacute; hagn&yacute;tar lausnir til &thorn;ess a&eth; m&aelig;ta &thorn;&ouml;rfum barna sem s&yacute;na fr&aacute;vik &aacute; &thorn;essum &thorn;&aacute;ttum. Leitast ver&eth;ur vi&eth; a&eth; gefa &thorn;&aacute;tttakendum verkf&aelig;ri og hugmyndir til &thorn;ess a&eth; nota &iacute; daglegum a&eth;st&aelig;&eth;um &iacute; sk&oacute;lanum. S&eacute;rstaklega ver&eth;ur fjalla&eth; um skipulag &iacute; leiksk&oacute;lum, uppbyggingu m&aacute;l&ouml;rvunarh&oacute;pa og undirb&uacute;ning fyrir lestur eftir skr&aacute;ningu me&eth; TRAS.</span>