Fjarnámskeið

Leikskóli fyrir alla

Hagnýtar, einfaldar og jákvæðar aðferðir sem bæta hegðun og líðan barna og starfsfólks
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 16. september
Almennt verð 54.900 kr. 49.900 kr.

Mán. 26. og fös. 30. sept. og fim. 6. okt. kl. 8:30 - 11:00 (3x)

7.5 klst.

Elísa Guðnadóttir sálfræðingur

Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.

Námskeið

Leikskóli á að vera fyrir alla, óháð þjóðerni, þroska og hegðun. Starfsfólk leikskóla þarf því að geta mætt ólíkum þörfum barna, aðlagað umhverfið að börnunum og tekist á við hegðunar- og tilfinningavanda á árangursríkan hátt. Á þessu námskeiði læra þátttakendur hagnýtar, einfaldar og jákvæðar aðferðir til að koma til móts við mismunandi þarfir barna í leikskólanum. Kynntar verða aðferðir sem gagnast einstaka börnum, litlum hópum og deild/leikskóla í heild, eru auðveldar í framkvæmd og hafa það markmið að bæta hegðun og auka vellíðan.

Námskeiðið samanstendur af fyrirlestri, sýnidæmum, verkefnavinnu og umræðum. Kynntar verða aðferðir meðal annars til að skipuleggja umhverfið, mæta hreyfi- og snertiþörf barna með ADHD og skyldar raskanir, kenna félagsfærni og fyrirbyggja og takast á við erfiða hegðun og mótþróa á einfaldan hátt. Aðferðirnar verða settar í samhengi meðal annars með umfjöllun um samsetningu barnahópsins og um eðli hegðunar. Þátttakendum gefst færi á að æfa sig milli kennsludaga og í verkefnavinnu og fá endurgjöf og ráðleggingar eftir þörfum. Markmiðið er að hver og einn tileinki sér að minnsta kosti 2 til 5 aðferðir til að bæta hegðun og auka vellíðan barna og starfsfólks í leikskólanum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Hvers vegna það er þörf á fræðslu um hagnýtar aðferðir í leikskólastarfi.
Eðli hegðunar og áætlun til að takast á við erfiða hegðun barna.
Hvernig skipulag umhverfis og notkun sjónræns áreitis getur aukið líkur á æskilegri hegðun, bætt líðan og veitt börnum tækifæri á að þroskast eðlilega.
Hvað gagnast best til að fá börn til samvinnu.
Hagnýtar aðferðir til að fyrirbyggja og takast á við erfiða hegðun einstaklinga, hópa og barnahópsins í heild.

Ávinningur þinn

Aukinn skilningur og ný sýn á samsetningu barnahópsins og hvers vegna erfið hegðun breytist ekki heldur versnar og stigmagnast ef ekkert er gert.
Aukinn skilningur á hverju er hægt að breyta í eigin hegðun og umhverfinu til gera börnin betur í stakk búin til að taka þátt í öllu leikskólastarfinu og þroskast eðlilega.
Lærir hvernig er hægt að gera áætlun um íhlutun fyrir erfiða hegðun hjá einstaka börnum og leiðir til að fyrirbyggja og takast á við mótþróa.
Lærir hvernig er hægt að koma til móts við hreyfi- og snertiþörf nemenda með ADHD, einhverfu og skildar raskanir.

Fyrir hverja

Starfsfólk leikskóla. Námskeiðið getur einnig nýst starfsfólki grunnskóla sem kemur að kennslu í 1. og 2. bekk.
Ráðgjafa sveitafélaga sem veita ráðgjöf til starfsfólks leikskóla eða á yngsta stigi í grunnskóla.

Nánar um kennara

Elísa Guðnadóttir er sálfræðingur með BA og Cand.psych. gráðu í sálfræði frá Háskóla Íslands. Elísa vann á Þjónustumiðstöð Breiðholts frá 2009 til 2017 við greiningar og ráðgjöf til foreldra og kennara leikskóla- og grunnskólabarna vegna þroskafrávika og hegðunar- og tilfinningavanda barna og unglinga. Elísa hefur starfað á Sálstofunni frá árinu 2017 í meðferðarvinnu með börn, unglinga og foreldra þeirra með áherslu á atferlismeðferð og hugræna atferlismeðferð. Að auki hefur hún haldið fjölda námskeiða meðal annars um hegðunarstjórnun og leiðir til að takast á við tilfinningavanda barna og unglinga. Elísa lauk Sérnámi í hugrænni atferlismeðferð hjá Endurmenntun Háskóla Íslands vorið 2019.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Leikskóli fyrir alla

Verð
54900

<span class="fm-plan">Leiksk&oacute;li &aacute; a&eth; vera fyrir alla, &oacute;h&aacute;&eth; &thorn;j&oacute;&eth;erni, &thorn;roska og heg&eth;un. Starfsf&oacute;lk leiksk&oacute;la &thorn;arf &thorn;v&iacute; a&eth; geta m&aelig;tt &oacute;l&iacute;kum &thorn;&ouml;rfum barna, a&eth;laga&eth; umhverfi&eth; a&eth; b&ouml;rnunum og tekist &aacute; vi&eth; heg&eth;unar- og tilfinningavanda &aacute; &aacute;rangursr&iacute;kan h&aacute;tt. &Aacute; &thorn;essu n&aacute;mskei&eth;i l&aelig;ra &thorn;&aacute;tttakendur hagn&yacute;tar, einfaldar og j&aacute;kv&aelig;&eth;ar a&eth;fer&eth;ir til a&eth; koma til m&oacute;ts vi&eth; mismunandi &thorn;arfir barna &iacute; leiksk&oacute;lanum. Kynntar ver&eth;a a&eth;fer&eth;ir sem gagnast einstaka b&ouml;rnum, litlum h&oacute;pum og deild/leiksk&oacute;la &iacute; heild, eru au&eth;veldar &iacute; framkv&aelig;md og hafa &thorn;a&eth; markmi&eth; a&eth; b&aelig;ta heg&eth;un og auka vell&iacute;&eth;an.</span>