

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 8. maí kl. 19:30 - 21:30
Brynja Hrafnkelsdóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Á þessu námskeiði verður fjallað um helstu meindýr á trjám, runnum og öðrum ræktuðum útiplöntum á Íslandi. Lögð er áhersla á að greina helstu skaðvalda, skilja áhrif þeirra og læra um hugsanlegar varnir. Náttúruleg stjórnun meindýra verður sérstaklega skoðuð, með áherslu á mikilvægi vistkerfisins og náttúrulegra óvina meindýra.
Námskeiðið veitir þátttakendum yfirgripsmikla innsýn í meindýr á trjám og runnum á Íslandi. Fjallað verður um hvernig á að greina meindýr og skaða sem þau valda, ásamt því að kynna helstu tegundir skordýra sem geta haft áhrif á gróður í görðum og náttúru landsins. Ef áhugi er fyrir hendi verður einnig farið yfir meindýr á útimatjurtum. Sérstök áhersla verður lögð á vistvænar lausnir við meindýravörnum, þar á meðal ræktunaraðferðir og mikilvægi náttúrulegra óvina meindýra. Einnig verður farið yfir ástæður þess að varast þarf óþarfa úðun varnarefna.
Námskeiðið hentar öllum sem hafa áhuga á trjárækt, garðyrkju og náttúru Íslands. Það er gagnlegt fyrir áhugafólk um garðrækt, eigendur garða og skógræktarfólk. Engar forkröfur eru gerðar.
Engar kröfur eru um að þáttakendur hafi eitthvað með sér nema þeir vilji glósa á meðan námskeiðinu stendur
Mælt er með eftirfarandi bók fyrir áhugasama, en það er ekki nauðsynlegt.
Halldór Sverrisson og Guðmund Halldórsson: Heilbrigði trjágróðurs, Iðunn 2014.
Brynja Hrafnkelsdóttir skordýrafræðingur hefur sérhæft sig í rannsóknum á meindýrum á trjám og líffræðilegum fjölbreytileika skordýra í náttúrunni. Hún hefur einnig rannsakað skordýr sem eru náttúrulegir óvinir meindýra og hefur reynslu í vistfræðilegri nálgun við stjórnun meindýra. Hún er gestalektor við LBHÍ og hefur kennt þar um heilbrigði plantna og meindýr um árabil.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.