

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 3., 10. og 17. mars kl. 19:30 - 22:00 (3x)
 7.5 klst.
 7.5 klst. 
Þórir Jónsson Hraundal

Fer fram í rauntíma á ZOOM
Í um átta aldir, frá 711 til 1492, réðu múslimar að meira eða minna leyti yfir Íberíuskaga, þar sem í dag eru Spánn og Portúgal, og kölluðu ríki sitt Al-Andalus. Í námskeiðinu munum við fara yfir helstu tímabil og atburði sem mótuðu þá sögu og skoða ýmsar merkar minjar á sviðum byggingarlistar, bókmennta, lista og fræða.
Á þessu námskeiði verður farið yfir tæplega átta hundruð ára sögu múslima á Spáni. Meðal umfjöllunarefna verður aðdragandi og framvinda innrásar múslima á Íberíuskaga árið 711, ríki múslima og blómaskeið þess næstu aldir, uppgang lista, bókmennta, byggingarlistar og fræða, mikilvægi arabíska tungumálsins og þýðingar á verkum arabískra fræðimanna á latínu. Sérstakri athygli verður beint að merkustu minjum þessa tímabils eins og Alhambra í Granada og moskunni í Cordoba. Einnig munum við skoða hvernig hugmyndir Evrópumanna um íslam og múslima mótuðust að hluta til vegna kynna þeirra af múslimum á Spáni, og hvernig kristin samfélög náðu yfirhöndinni á Íberíuskaga á síðmiðöldum. Að lokum verður arfleifð Al-Andalus skoðuð, hvernig það hefur innblásið bókmenntir, fræði og tónlist síðari tíma, og svo hvernig Spánverjar og aðrir túlka þessa áhugaverðu og umdeildu fortíð.
Áhugafólk um sögu og menningu Spánar og Portúgal, miðaldasögu, Evrópusögu, íslam og arabísku. Gæti einnig höfðað til aðila í ferðaþjónustu, t.a.m. leiðsögufólks.
Þórir Jónsson Hraundal útskrifaðist með BA í málvísindum frá Háskóla Íslands 1998 og svo með M.Litt. frá Faculty of Oriental Studies við Háskólann í Cambridge árið 2005. Hann varði doktorsritgerð sína um víkinga í austurvegi í arabískum heimildum við Bergenháskóla 2013. Þórir stofnaði og hefur haft umsjón með námsleið í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við HÍ frá árinu 2015.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.