Facebook Pixel
Fjarnámskeið

Al-Andalus: Saga múslima á Íberíuskaga

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 3., 10. og 17. mars kl. 19:30 - 22:00 (3x)

7.5 klst.

Þórir Jónsson Hraundal

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 39.900 kr.
Snemmskráning til og með 22. febrúar. Almennt verð er 43.900 kr.
Námskeið

Í um átta aldir, frá 711 til 1492, réðu múslimar að meira eða minna leyti yfir Íberíuskaga, þar sem í dag eru Spánn og Portúgal, og kölluðu ríki sitt Al-Andalus. Í námskeiðinu munum við fara yfir helstu tímabil og atburði sem mótuðu þá sögu og skoða ýmsar merkar minjar á sviðum byggingarlistar, bókmennta, lista og fræða.

Á þessu námskeiði verður farið yfir tæplega átta hundruð ára sögu múslima á Spáni. Meðal umfjöllunarefna verður aðdragandi og framvinda innrásar múslima á Íberíuskaga árið 711, ríki múslima og blómaskeið þess næstu aldir, uppgang lista, bókmennta, byggingarlistar og fræða, mikilvægi arabíska tungumálsins og þýðingar á verkum arabískra fræðimanna á latínu. Sérstakri athygli verður beint að merkustu minjum þessa tímabils eins og Alhambra í Granada og moskunni í Cordoba. Einnig munum við skoða hvernig hugmyndir Evrópumanna um íslam og múslima mótuðust að hluta til vegna kynna þeirra af múslimum á Spáni, og hvernig kristin samfélög náðu yfirhöndinni á Íberíuskaga á síðmiðöldum. Að lokum verður arfleifð Al-Andalus skoðuð, hvernig það hefur innblásið bókmenntir, fræði og tónlist síðari tíma, og svo hvernig Spánverjar og aðrir túlka þessa áhugaverðu og umdeildu fortíð.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Uppruna og útbreiðslu íslam og landvinninga múslima á Íberíuskaga
  • Sögu múslima á Íberíuskaga á miðöldum
  • Helstu minjar Al-Andalus: Byggingar, bókmenntir, listir og fræði
  • Arfleifð Al-Andalus

Ávinningur þinn

  • Að fá innsýn inn í rúmlega átta alda sögu múslima á Íberíuskaga
  • Að fá yfirsýn og samhengi fyrir merkar minjar og arfleifð samfélags þeirra
  • Að fá tilfinningu fyrir þessari sögu og þýðingu hennar fyrir okkar tíma

Fyrir hverja

Áhugafólk um sögu og menningu Spánar og Portúgal, miðaldasögu, Evrópusögu, íslam og arabísku. Gæti einnig höfðað til aðila í ferðaþjónustu, t.a.m. leiðsögufólks.

Nánar um kennara

Þórir Jónsson Hraundal útskrifaðist með BA í málvísindum frá Háskóla Íslands 1998 og svo með M.Litt. frá Faculty of Oriental Studies við Háskólann í Cambridge árið 2005. Hann varði doktorsritgerð sína um víkinga í austurvegi í arabískum heimildum við Bergenháskóla 2013. Þórir stofnaði og hefur haft umsjón með námsleið í Mið-Austurlandafræðum og arabísku við HÍ frá árinu 2015.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Al-Andalus: Saga múslima á Íberíuskaga

Verð
39900