

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 18. og fim. 20. mars kl. 18:00 - 19:30 (2x)
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Í samstarfi við Stofnun Árna Magnússonar um handritasýninguna Heimur í orðum.
Í Eddu - Húsi íslenskra fræða er sýningin Heimur í orðum. Þar eru til sýnis söguleg handrit frá fyrri öldum.
Á námskeiðinu, sem er í tveimur hlutum, byrjum við á því að skoða sýninguna með leiðsögn táknmálstalandi einstaklings. Farið er yfir sögur í handritunum og hvað þær segja okkur. Skoðað er hverjir skrifuðu handritin og um hverja er skrifað. Við veltum því fyrir okkur af hverju þau vorum skrifuð, hvernig mannlýsingarnar eru og hvaða staði er verið að skrifa um. Veltum upp spurningunni hvort fatlaðir einstaklingar eða heyrnarlausir séu nefndir í handritunum.
Í seinni hlutanum, sem fram fer í Endurmenntun Háskóla Íslands, skoðum við nánar sögu þessara gömlu handrita sem flutt voru frá Danmörku til Íslands og fundinn staður í Eddu - Húsi íslenskra fræða. Við veltum upp spurningum eins og; hver eru þessi handrit, hvers vegna eru þau svona merkileg og hvað segja þau okkur?
Við fáum innsýn í sögu sem var okkur hulinn heimur. Hér er tækifæri til þess að gægjast inn í þann heim og það á táknmáli.
Námskeiðið er fyrir alla sem hafa táknmál að móðurmáli og þá sem nota táknmál.
Sigurlín Margrét Sigurðardóttir er menntuð leiðsögumaður (útskrift EHÍ 2019) og í frumkvöðlafræðum (útskrift Keilir 2009). Hennar aðalmál er táknmál. Hún er nokkuð vel fróð um sögu Íslands, landshætti og búskaparhætti fyrr á árum. Jarðfræði og eldgos eru líka á þekkingarlista hennar.
Sigurlín Margrét hefur leiðsagt á söfnum Reykjavíkurborgar og í Listasafni Reykjavíkur og einnig á Jarðhitasýningunni í Hellisheiðarvirkjun. Hún kenndi táknmál til margra ára (1992-2012) í Samskiptamiðstöð heyrnarlausra og heyrnarskertra, auk þess að gera námsefni og unnið að gerð myndbanda fyrir táknmálskennslu. Þá hefur hún unnið við táknmálsþýðingar og var táknmálsþula hjá RÚV í 36 ár.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.