Staðnámskeið

Skapandi skrif: Dýpt, þróun og rýni

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 28. apríl - 26. maí kl. 19:30 - 21:30 (5x)

10 klst.

Árni Árnason

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 49.900 kr.
Snemmskráning til og með 21. apríl. Almennt verð 54.900 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði færðu tækifæri til að dýpka skrifin þín og þróa hugmyndir þínar áfram í gegnum rýni, teymisvinnu og faglega leiðsögn. Æskilegt er að hafa einhverja fyrri reynslu af skrifum, hvort sem hún er formleg eða eingöngu til eigin nota

Þetta námskeið hentar þeim sem vilja vinna markvisst að þróun eigin texta og taka skrifin sín á næsta stig. Námskeiðið byggir á hagnýtri nálgun þar sem nemendur skuldbinda sig til virkrar þátttöku, bæði í tímum og á milli þeirra.
Þátttakendur vinna með eigin texta, annað hvort verk sem þegar er í vinnslu eða hugmynd sem þeir byrja að þróa á námskeiðinu, og fá faglega leiðsögn við að þróa það áfram.

Teymisvinna, rýni og gagnkvæm endurgjöf er stór hluti af námskeiðinu; þátttakendur gefa endurgjöf á verk annarra og þiggja endurgjöf á eigin verk, sem er bæði þroskandi og uppbyggjandi.

Fjallað er á djúpan hátt um ákveðin viðfangsefni, með áherslu á að rýna og greina dæmi í skapandi skrifum.

Þessi hagnýta nálgun skapar einstakt tækifæri til að þróa skrifin þín í samstarfi við aðra, fá faglega innsýn og læra að nýta endurgjöf til að ná lengra.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Skapandi ferli: Hvernig þróar þú hugmyndir í fullbúinn texta?
  • Rýni og endurgjöf: Hvernig rýnum við uppbyggilega og til gagns í okkar eigin verk og annarra?
  • Teymisvinna: Hvernig þróum við hugmyndir og texta í virku samtali?
  • Textadæmi og greiningar á þeim: Rýnd verða og rædd dæmi úr ýmsum bókmenntatextum með það m.a. að markmiði að sjá hvað við getum lært af því að kynna okkur verk annarra.
     

Ávinningur þinn

  • Þú færð tækifæri til að þróa eigin skrif og fá persónulega endurgjöf.
  • Þú lærir að rýna og bæta texta, bæði þinn eigin og annarra.
  • Þú upplifir aðferðir sem byggja upp sköpunargleði og sjálfstraust í skrifum.
  • Þú færð innsýn inn í sköpunarferlið og hvað þarf að hafa í huga ef þú vilt taka skrifin föstum tökum.

Fyrir hverja

Hentar þeim sem hafa áhuga á að þróa skrifin sín áfram, hvort sem það eru byrjendur með sterka hugmynd eða þeir sem eru með verk í vinnslu.  Æskilegt er að hafa einhverja fyrri reynslu af skrifum, hvort sem hún er formleg eða eingöngu til eigin nota.

 

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur eru hvattir til að mæta með eigin texta eða hugmyndir sem þeir vilja þróa. Ekki er nauðsynlegt að hafa hafið skrif áður, en það er kostur. Athugið að hluti námsgagna er á ensku.
 

Nánar um kennara

Árni Árnason er rithöfundur með MA-próf í ritlist frá Háskóla Íslands. Árni hefur á síðustu árum gefið út þrjár skáldsögur, bæði fyrir börn og fullorðna, og birt smásögur í nokkrum safnritum. Hann hefur jafnframt skrifað handrit að einni sjónvarpsþáttaseríu fyrir RÚV og séð um þáttaraðir fyrir útvarp. Árni hefur að auki víðtæka kennslureynslu af háskólastigi.
 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skapandi skrif: Dýpt, þróun og rýni

Verð
49900