Staðnámskeið

Fyrstu skref námsefnisgerðar

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 5., mið. 7. og mán. 12. maí kl. 13:00 - 16:00 (3x)

9 klst.

Unnur María Sólmundsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 59.900 kr.
Snemmskráning til og með 25. apríl. Almennt verð 65.900 kr.
Námskeið

Langar þig að gefa út eigið námsefni en veist ekki hvar skal byrja? Mikil vöntun er á námsefni fyrir öll skólastig og aukin eftirspurn eftir faglegu og aðgengilegu efni á netinu. Á námskeiðinu "Fyrstu skref námsefnisgerðar - frá hugmynd að fullbúnu verki" kynnist þú fyrstu skrefum námsefnisgerðar og öðlast margvísleg verkfæri til að hefjast handa.

Hvort sem námsefni er rafrænt eða búið fyrir prent er í mörg horn að líta. Við skoðum markmið, umfang, aðgengi, hönnun, framsetningu og finnum fjölbreyttar leiðir til að gera útgáfuna að veruleika. Við leikum okkur með liti, form, leturgerðir, skoðum samspil texta og mynda, og finnum fjölbreyttar leiðir til að mæta þörfum ólíkra nemendahópa. Þátttakendur eru hvattir til að vinna að eigin hugmyndum meðan á námskeiðinu stendur með það að markmiði að gefa út fullunna afurð.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Markmiðasetningu og þörf: Hæfniviðmið, grunnþættir, sáttmálar og markhópar.
  • Handritagerð: Frá þankahríð og hugmyndavinnu til lokaafurðar.
  • Leiðir: Heimildaöflun, verkefnaval, efnistök, matstæki og endurgjöf.
  • Hönnun: Uppsetning, magn, litir, leturgerðir, leturstærðir og notkun mynda.
  • Verkfæri: Gátlistar, eyðublöð, forrit og gagnabankar.
  • Birtingu: Leiðir, miðlar, prentun og markaðssetning.
  • Fjármögnun: Auglýsingar, samstarf, sala, styrkir og styrkumsóknir.

Ávinningur þinn

  • Færð innsýn í ferli námsefnisgerðar, frá hugmynd að fullbúnu efni.
  • Öðlast margvísleg verkfæri til að hefjast handa.
  • Leggur línurnar að útliti, efnisvali, magni og framsetningu.
  • Kynnist forritum sem nýtast við hönnun og uppsetningu.
  • Færð endurgjöf á hugmyndir þínar fyrir áframhaldandi þróunarvinnu.
  • Kynnist leiðum til að koma efninu þínu á framfæri.

Fyrir hverja

Ekki eru gerðar neinar forkröfur um menntun eða starfsreynslu. Námskeiðið hentar öllum þeim sem langar að stíga fyrstu skrefin í útgáfu á eigin námsefni ætlað leik-, grunn- og framhaldsskólum, eða setja saman fjölbreytta fræðslupakka fyrir aðra markhópa. 

Aðrar upplýsingar

Nauðsynlegt er mæta með nettengda fartölvu, ritföng, skissubók og hafa aðgang að Google Drive gegnum netfang hjá gmail.com.

Nánar um kennara

Unnur María Sólmundsdóttir lauk B.Ed. gráðu 2002 og hefur lengst af starfað við forvarnir, fræðslu og námsefnisgerð. Hún hefur víðtæka reynslu af námsefnisgerð fyrir stofnanir, útgáfufyrirtæki og félagasamtök, m.a. RÚV, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Minjasafn Austurlands, Íslenska lögregluforlagið, Eddu útgáfu, IÐNÚ, Forlagið, Bókabeituna og Miðstöð menntunar og skólaþjónustu. Unnur María er með diplómu í margmiðlunarhönnun og viðburðastjórnun, og semur, hannar og setur upp eigið námsefni undir merkinu Kennarinn.is.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fyrstu skref námsefnisgerðar

Verð
59900