Staðnámskeið

Ásælni útlendinga í Grænland

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 24.mars og 31. mars kl. 19:30 - 22:00 (2x)

5 klst.

Valur Gunnarsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 25.900 kr.
Snemmskráning til og með 14. mars. Almennt verð 28.500 kr.
Námskeið

Grænland er nú í hringiðu heimsmálanna en hefur lengi verið bitbein stórvelda. Í 300 ár hafa Danir farið með formleg yfirráð en meðal annarra sem hafa gert kröfu á landið eru Bandaríkin, Bretland, Noregur og Ísland. En hvernig mótar þessi saga stöðu Grænlands í heiminum í dag? Á námskeiðinu verður farið yfir sögu Grænlands og samband þess við umheiminn rakið í stórum dráttum.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Grænland í Danaveldi. Hver var staða landsins í ríki sem náði allt suður til Gana og vestur til Karíbahafs?
  • Grænland og Bandaríkin. Hafa Bandaríkin ávallt ásælst Grænland eða hefur eitthvað breyst nú?
  • Grænland og önnur lönd. Kröfur Íslendinga og innrás Norðmanna á millistríðsárunum.

Ávinningur þinn

  • Að læra betur að skilja stöðu Grænlands í heiminum.
  • Að læra um sögu þessa lands sem er okkur svo nálægt en samt svo fjarlægt.
  • Að skoða landið í samhengi við Dani og Bandaríkjamenn á Íslandi, en báðir aðilar hafa sett mark sitt á bæði Grænland og Ísland. 

Fyrir hverja

Fyrir öll sem hafa almennan áhuga á sögu, alþjóðamálum og pólitík.  

Sérstaklega gott fyrir kennara sem og öll sem vilja skilja heimsfréttirnar betur. 

Nánar um kennara

Valur Gunnarsson hefur í yfir 20 ár skrifað greinar og bækur um sagnfræðileg málefni. Meðal helstu verka eru Bjarmalönd, Stríðsbjarmar og Berlínarbjarmar sem fjalla um sögu Mið- og Austur-Evrópu á skemmtilegan og aðgengilegan hátt. Nú er sjónum beint norður, en Valur var í mánuð á Grænlandi í fyrra og er að vinna bók um efnið. 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Ásælni útlendinga í Grænland

Verð
25900