Staðnámskeið

Stjórnun fyrir nýja stjórnendur

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 14. og fim. 15. maí kl. 8:30 - 12:00 (2x)

7 klst.

Kristín Baldursdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 63.400 kr.
Snemmskráning til og með 4. maí. Almennt verð er 69.800 kr.
Námskeið

Þetta námskeið miðar að því að dýpka skilning á hlutverki stjórnenda og leiðtoga og styðja þátttakendur í að þróast og eflast sem stjórnendur. Einnig verður skoðað hvernig stefnumótun, markmiðasetning og stefnumiðuð stjórnun stuðlar að árangursríkara starfi.


Um er að ræða lifandi kennslu þar sem umfjöllun um viðurkenndar stjórnunaraðferðir er studd reynslusögum úr atvinnulífinu. Þátttakendur munu taka virkan þátt í námskeiðinu með umræðum og úrlausn verkefna.
 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Stjórnenda- og leiðtogahlutverkið.
  • Eiginleika sterkra leiðtoga og mikilvægi fyrirmynda.
  • Tilfinningagreind og virka hlustun.
  • Lykilþarfir fylgjenda og uppbyggingu trausts.
  • Stefnumótun og stefnumiðaða stjórnun.
  • Markmiðssetningu og árangursmælikvarða.

Ávinningur þinn

  • Betri þekking og skilningur á stjórnenda- og leiðtogahlutverkinu sem eykur hæfni stjórnenda og stuðlar að árangursríkum samskiptum við starfsmenn og aðra fylgjendur.
  • Meðvitund um mikilvægi stefnumiðaðrar stjórnunar, hæfni til að taka þátt í stefnumótun og setja markmið sem stuðla að árangri í starfi. 
     

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað nýjum stjórnendum og leiðtogum og öllum þeim sem hafa áhuga á að takast á við þessi hlutverk.

Nánar um kennara

Kristín Baldursdóttir hefur áratuga reynslu af því að byggja upp og stýra skipulagsheildum ásamt því að kenna og leiða hópa.


Kristín hefur lokið meistaranámi í þýsku (MA), meistaranámi í verkefnastjórnun (MPM) og Cand Oecon prófi í hagfræði. Þá hefur Kristín starfsréttindi sem innri endurskoðandi, löggiltur verðbréfamiðlari, kennari og leiðsögumaður. Kristín starfaði í bankakerfinu á fjórða áratug, þar af sem stjórnandi í 25 ár. Hún hefur því margþætta reynslu af því að stýra hópum, af verkefnastjórnun og innleiðingu breytinga. Kristín hefur sinnt kennslu samhliða námi og öðrum störfum frá 1975 og starfað sem leiðsögumaður með erlenda ferðamenn á Íslandi frá 1980. Kristín starfar í dag sem sjálfstæður ráðgjafi, kennari og leiðsögumaður.
 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stjórnun fyrir nýja stjórnendur

Verð
63400