Staðnámskeið

Hagnýt sænska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 25. mars - 6. maí kl. 17:30 - 19:30 (6x) (Ekki er kennt þriðjudaginn 15. apríl)

12 klst.

Elísabet Brekkan

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 44.900 kr.
Snemmskráning til og með 16.mars. Almennt verð 49.400 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði er kennd sænska með sérstaka áherslu á tungumál sem notað er innan heilbrigðiskerfisins. Námið miðar að því að styrkja orðaforða, málnotkun og samskiptahæfni sem nýtist í daglegum störfum heilbrigðisstarfsfólks. 
Kennslan byggir á bókinni Medicinska texter, sem sameinar grunnatriði í anatomíu og sænskukennslu. Að auki eru notuð blöð og greinar um sjúkdóma, lyf og heilbrigðiskerfið, sem skapa raunhæft og hagnýtt samhengi fyrir námsefnið.

Lögð er sérstök áhersla á talað mál, samskiptavenjur og líflega þátttöku þátttakenda í tímum. Námskeiðið er ætlað þeim sem vilja efla færni sína í sænsku fyrir störf á heilbrigðissviði. 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Sænsku með áherslu á tungumál innan heilbrigðiskerfisins
  • Orðaforða og hugtök tengd anatómíu, sjúkdómum og lyfjum
  • Talað mál og samskipti á sænsku í starfi innan heilbrigðisgeirans
  • Hagnýtar aðstæður og samskiptavenjur innan heilbrigðisgeirans 

Ávinningur þinn

  • Aukinn orðaforði og færni í sænsku sem tengist heilbrigðiskerfinu
  • Betri hæfni til að eiga samskipti við samstarfsfólk og sjúklinga á sænsku
  • Meira öryggi í daglegu starfi á heilbrigðissviði í Svíþjóð 

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað læknum, unglæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki sem hyggur á framhaldsnám eða störf í Svíþjóð.

 

Nánar um kennara

Elísabet Brekkan, fil. cand, leikhúsfræðingur og kennari

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hagnýt sænska fyrir heilbrigðisstarfsfólk

Verð
44900