Staðnámskeið

Stærðfræðiskimun í leikskóla - MIO

Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 10. september
Almennt verð 28.500 kr. 25.900 kr.

Fös. 20. sep. kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Dóróþea Reimarsdóttir, M.Ed. í sérkennslufræðum

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Undirstöðuþáttum stærðfræðináms verða gerð skil og kynnt leið til að meta stöðu leikskólabarna í stærðfræði sem og hvernig bregðast má við mismunandi stöðu barnanna. Lagt verður út frá íslenskri þýðingu á norska skimunarefninu MIO sem er systurefni TRAS.

Skimun með MIO skimunarefninu beinir sjónum að undirstöðuþáttum stærðfræðináms sem eru orðaforði, rökhugsun, rúmfræði, talnaskilningur og aðgerðaskilningur. Námskeiðið er að stórum hluta kennt með fyrirlestrum um þessa undirstöðuþætti og möguleika á að þjálfa þá í leikskólastarfinu. Kynnt verður hvernig skimað er með MIO í daglegu starfi leikskólans. Gengið er út frá því að allt starfsfólk á hverri deild taki þátt í skimuninni. Skimunarefnið verður ekki afhent á námskeiðinu, þar sem hver leikskóli þarf að kaupa það, en með því fylgja tveir rafrænir fyrirlestrar þar sem nákvæmlega er kennt á efnið. Ekki er krafist réttinda til að leggja MIO fyrir og er þetta námskeið því ekki réttindanámskeið.

Á námskeiðinu er fjallað um

Undirstöðuþætti stærðfræðináms.
Stærðfræði í daglegu starfi leikskólans.
Inntak, fyrirlögn og úrvinnslu skimunar.
Viðbrögð við niðurstöðum skimunar.

Ávinningur þinn

Viðbótarþekking á undirstöðuþáttum stærðfræðináms.
Innsýn í verkfæri til að nýta í starfi leikskólans og í samtölum við foreldra.
Aukin þekking á viðbrögðum við mismunandi stöðu nemenda í stærðfræði.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir alla sem starfa með leikskólabörnum, óháð menntun.

Nánar um kennara

Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir er fyrrverandi grunnskólakennari, verkefnastjóri sérkennslu og kennsluráðgjafi á leik- og grunnskólastigi. Hún er með M.Ed. í sérkennslufræðum með áherslu á stærðfræði með ungum börnum en hefur áralanga reynslu af að kenna stærðfræði á öllu grunnskólastiginu. Dóróþea er höfundur matsverkefnanna Mat á talna- og aðgerðaskilningi sem er ætlað að greina stöðu nemenda á miðstigi. Hún hefur stýrt þróunarverkefnum í stærðfræði bæði í leik- og grunnskólum. Er nú sérfræðingur hjá Gloppu sf. sem m.a. stendur að baki útgáfu stærðfræðiskimunarefnisins MIO fyrir leikskóla.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stærðfræðiskimun í leikskóla - MIO

Verð
28500

<span class="fm-plan">Undirst&ouml;&eth;u&thorn;&aacute;ttum st&aelig;r&eth;fr&aelig;&eth;in&aacute;ms ver&eth;a ger&eth; skil og kynnt lei&eth; til a&eth; meta st&ouml;&eth;u leiksk&oacute;labarna &iacute; st&aelig;r&eth;fr&aelig;&eth;i sem og hvernig breg&eth;ast m&aacute; vi&eth; mismunandi st&ouml;&eth;u barnanna. Lagt ver&eth;ur &uacute;t fr&aacute; &iacute;slenskri &thorn;&yacute;&eth;ingu &aacute; norska skimunarefninu MIO sem er systurefni TRAS.</span>