

Valmynd
Mán. 2. okt. kl. 13:00 - 17:00
Dóróþea Reimarsdóttir, M.Ed. í sérkennslufræðum
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Kynnt verður leið til að meta talna- og aðgerðaskilning barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þetta eru matsverkefni sem lögð eru fyrir munnlega og frammistaðan borin saman við matskvarða. Einnig verður kynnt leið til að virkja foreldra þeirra barna sem þurfa sérstaka örvun.
Á námskeiðinu verður farið yfir þróun talna- og aðgerðaskilnings ungra barna. Kennt verður að nota fyrsta hluta matsverkefna úr MRP (Mathematics Recovery Program) sem varð til í áströlsku þróunarstarfi. Þau nýtast til að afla í u.þ.b. 45 mínútna viðtali upplýsinga um talna- og aðgerðaskilning barna í 1. bekk. Kennt verður að lesa í frammistöðu nemenda og hvernig mætti skrá niðurstöðurnar. Í lokin verður kynnt leið sem gefist hefur vel við að virkja foreldra til aðstoðar við að auka færni nemenda sem þurfa sérstaka örvun.
Farið yfir þróunarferlið í talna- og aðgerðaskilningi í stórum dráttum.
Kennt að meta talna- og aðgerðaskilning með hjálp matsverkefna úr MRP sem þróað var í New South Wales í Ástralíu.
Kynnt hvernig setja má fram niðurstöður á einfaldan hátt til að ná yfirsýn yfir stöðu hópsins og einstakra barna.
Kynnt einföld leið til að virkja foreldra barna sem þurfa sérstaka örvun.
Aukinn skilningur á hvernig talna- og aðgerðaskilningur þróast.
Eignast verkfæri sem hjálpar þér við að meta stöðu nemenda þinna svo þú getir betur veitt kennslu við hæfi.
Kynnist því hvernig virkja má foreldra á einfaldan hátt til markvissrar lotubundinnar heimavinnu með börnum sínum.
Námskeiðið er skipulagt með kennara á yngsta stigi grunnskólans í huga sem og sérkennara sem sinna mati og ráðgjöf.
Dóróþea Guðrún Reimarsdóttir er fyrrverandi grunnskólakennari, verkefnastjóri sérkennslu og kennsluráðgjafi á leik- og grunnskólastigi. Hún er með M.Ed. í sérkennslufræðum með áherslu á stærðfræði með ungum börnum en hefur áralanga reynslu af að kenna stærðfræði á öllu grunnskólastiginu. Dóróþea er höfundur matsverkefnanna Mat á talna- og aðgerðaskilningi sem er ætlað að greina stöðu nemenda á miðstigi. Hún hefur stýrt þróunarverkefnum í stærðfræði bæði í leik- og grunnskólum. Er nú sérfræðingur hjá Gloppu sf. sem m.a. stendur að baki útgáfu stærðfræðiskimunarefnisins MIO fyrir leikskóla.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Kynnt verður leið til að meta talna- og aðgerðaskilning barna sem eru að hefja grunnskólagöngu. Þetta eru matsverkefni sem lögð eru fyrir munnlega og frammistaðan borin saman við matskvarða. Einnig verður kynnt leið til að virkja foreldra þeirra barna sem þurfa sérstaka örvun.</span>