Ása Rut Benediktsdóttir

Alexandra Kjeld

Peningur kr.
Námskeið

Vinnur þú með mannvirki? Þetta námskeið er fyrir þá sem vilja læra að framkvæma vistferilsgreiningu og meta kolefnisspor eftir nýrri byggingarreglugerð.

Þriðjung losunar gróðurhúsalofttegunda í heiminum má rekja til byggingageirans og gera sífellt fleiri lönd kröfur um takmarkanir á losun. Breytingar á íslenskri byggingarreglugerð taka gildi 1. september 2025 þar sem gerð verður krafa um mat á kolefnisspori bygginga fyrir byggingarleyfi og fyrir lokaúttekt.

Námskeiðið er kennt af reyndum sérfræðingum með því markmiði að bæta þekkingu og færni þátttakenda til þess að framkvæma vistferilsgreiningu sem uppfyllir nýjar kröfur.

Á námskeiðinu læra þátttakendur að framkvæma einfalda vistferilsgreiningu (LCA, Life Cycle Assessment, einnig kölluð lífsferilsgreining) og meta kolefnisspor byggingar til þess að mæta kröfum nýrrar byggingarreglugerðar. Lögð verður sérstök áhersla á að dýpka skilning á aðferðafræði og færni í gerð vistferilsgreiningar. Þá munu þátttakendur öðlast skilning á vægi ólíkra byggingarhluta og mismunandi efna í mati á kolefnisspori og hvernig megi draga úr því. Einnig verður farið yfir hvaða gögn þarf til að framkvæma vistferilsgreiningu og hvaða hugbúnaður er helst notaður við slíka framkvæmd.

Á námskeiðinu munu þátttakendur fá tækifæri til að stilla upp vistferilsgreiningu fyrir einfalda byggingu undir handleiðslu reyndra sérfræðinga.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hvað vistferilsgreining er og hver aðferðarfræði hennar er.
  • Hvernig vistferilsgreiningar eru framkvæmdar.
  • Hvaða þættir skipta höfuðmáli í kolefnisspori mannvirkja.
  • Hvaða gögn og hvaða hugbúnað er helst notast við við framkvæmd vistferilsgreiningar.
  • Hvernig má draga úr kolefnisspori bygginga.

Ávinningur þinn

  • Betri innsýn inn í umhverfisáhrif byggingarefna.
  • Aukið læsi á kolefnisspor bygginga og áhrif ólíkra fasa vistferilsins.
  • Dýpri þekking á aðferðarfræði vistferilsgreininga.
  • Færni til að framkvæma einfalda vistferilsgreiningu sem uppfyllir kröfur byggingarreglugerðar.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem koma að byggingu mannvirkja, þar á meðal: 
arkitektum, verktökum, iðnaðarmönnum, ráðgjöfum, verkfræðingum, verkkaupum og öðrum húsbyggjendum. 

Engar forkröfur eru gerðar fyrir námskeiðið.

Aðrar upplýsingar

Þátttakendur mæti með eigin fartölvu og geri ráð fyrir að taka niður punkta. 
Gott er að hafa kynnt sér nýjar kröfur á sérstakri heimasíðu HMS um LCA hms.is/lifsferilsgreining

Nánar um kennara

Alexandra Kjeld er með M.Sc. í umhverfisverkfræði og hefur starfað um árabil við gerð vistferilsgreininga og kolefnissporsútreikninga fyrir mannvirki í byggingar-, samgöngu- og orkugeiranum. Alexandra hefur reglulega komið að kennslu í aðferðafræði LCA á háskólastigi og hefur kynnt niðurstöður greininga á fjölda ráðstefna.  

Ása Rut Benediktsdóttir er með M.Sc. í efnaverkfræði og á fagsviði hennar eru vistferilsgreiningar fyrir mannvirki og vörur, auk umhverfisyfirlýsinga (EPD). Hún hefur mikla reynslu á ólíkum hugbúnaði við gerð vistferilsgreininga og hefur komið að fjölda greininga í byggingargeiranum og iðnaði.

Verð