Fjarnámskeið

Fréttir af eldfjöllum Íslands 2025

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 23. apríl - 7. maí kl. 19:30 - 21:30 (3x)

6 klst.

Páll Einarsson

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 14. apríl. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Í fyrirlestrum verður gerð grein fyrir eftirliti með íslenskum eldfjöllum, atburðarás, ferlum sem í gangi eru, og núverandi stöðu þeirra. Námskeiðið er sjálfstætt framhald af námskeiðum um íslensk eldfjöll sem haldin hafa verið hjá EHÍ nokkrum sinnum síðan 2009.


Megnið af þeim mælingum sem fram fara  á íslenskum eldstöðvum  er aðgengilegt almenningi. Í námskeiðinu verður lögð áhersla á að skýra aðferðir og sýna hvernig finna má upplýsingarnar og túlka þær. Farið verður yfir atburðarás síðustu áratuga í eldstöðvarkerfum á Íslandi, s.s. Bárðarbungu, Grímsvötnum, Kötlu, Heklu, Öræfajökli, Öskju, Torfajökli, Hofsjökli, Eyjafjallajökli, Reykjanesskaga (Fagradalsfjalli, Svartsengi), og Ljósufjöllum. Tekið verður saman yfirlit um núverandi ástand eldstöðvanna og hugsanlegar sviðsmyndir um þróun virkninnar.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Eldfjallaeftirlit.
  • Jarðskjálftamælingar.
  • Aflögunarmælingar.
  • Núverandi ástand íslenskra eldstöðva.

Ávinningur þinn

  • Fá innsýn í nýjustu jarðfræðirannsóknir og atburði tengda íslenskum eldstöðvum.
  • Skilja atburðarás og virkni eldstöðva í sögulegu og jarðfræðilegu samhengi.
  • Auka þekkingu á náttúruöflum sem móta landið okkar.

Fyrir hverja

Fyrirlestrarnir verða sniðnir að fólki sem hefur áhuga á eldfjöllum, fylgist með virkni þeirra, og vill fræðast um jarðfræði. Engar forkröfur nema áhugi á viðfangsefninu og forvitni. Gera má ráð fyrir að kennarar, fararstjórar og leiðsögumenn geti haft gagn af námskeiðinu.

Aðrar upplýsingar

Glærur sem notaðar verða í fyrirlestrunum verða birtar á vefnum ásamt tilvitnanalista svo fólk geti áttað sig betur og leitað frekari upplýsinga.

Nánar um kennara

Páll Einarsson er jarðeðlisfræðingur og hefur starfað við Raunvísindastofnun Háskólans, síðar Jarðvísindastofnun. Hann var prófessor í jarðeðlisfræði við HÍ frá 1994 þar til hann fór á eftirlaun 2017. Hann hefur verið viðriðinn eftirlit með íslenskum eldstöðvum í meira en hálfa öld.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fréttir af eldfjöllum Íslands 2025

Verð
29900