Staðnámskeið

Skýjalandslagið

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 6. maí kl. 19:30 - 22:00

2.5 klst.

Elín Björk Jónasdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 19.900 kr.
Snemmskráning til og með 26. apríl. Almennt verð 21.900 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði munu þátttakendur læra sitthvað um ský, greiningu þeirra, forspárgildi og samspil ljósbrots, skýja og veðurfars.

Námskeiðið er ætlað áhugafólki um veður og ský. Leitast verður við að hafa umfjöllunina áhugaverða og skiljanlega. Í aðdraganada námskeiðsins gefst þátttakendum kostur á að senda inn skýjamyndir sem nýttar verða í fyrirlestrinum. 

Námskeiðið verður á formi fyrirlesturs þar sem mikil áhersla verður á myndir og teikningar, ásamt umræðum um fyrirbærin.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Skýjamyndun, hvernig myndast ský?
  • Flokkun skýja. Miðað er við alþjóðegt flokkunarkerfi skýja. Bæði íslensk og alþjóðleg skýjaheiti
  • Helstu skýjagerðir á Íslandi, myndun þeirra og forspárgildi 
     

Ávinningur þinn

  • Þú færð upplýsingar um helstu ástæður fyrir skýjamyndun
  • Þú færð upplýsingar um helstu skýjagerðir og flokkun skýja
  • Þú lærir að þekkja helstu skýjakerfi sem fylgja lægðum, hita- og kuldaskilum
  • Þú lærir að meta möguleika á úrkomumyndum í skýjum 
     

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir áhugafólk um veður, ský og íslenska náttúru. Engar forkröfur eru gerðar til þátttakenda.

Nánar um kennara

Elín Björk Jónasdóttir er með M.Sc. próf í veðurfræði frá Háskólanum í Osló og er sérfræðingur í loftslagsmálum hjá Umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytinu. Elín starfaði á Veðurstofu Íslands í yfir 20 ár ásamt því að sinna vísindamiðlun vegna veðurs og loftslagsmála.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Skýjalandslagið

Verð
19900