

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. 5. og 12. maí kl. 8:30 - 12:30 (2x)
Helga M Ögmundsdóttir
Erna Kojic
Endurmenntun Háskóla Íslands
Talsvert hefur verið rætt og ritað um þarmaflóru og heilsu á undanförnum árum. Flestir vita nú orðið að örverur í mannskepnunni eru fleiri að tölu en líkamsfrumurnar. Þær búa víðar en í þörmunum og eiga samskipti við hýsil sinn til góðs og ills.
Á námskeiðinu Örverusamfélag manna - Samskipti örvera við hýsil sinn til góðs og ills verður fjallað um ólík örverusamfélög á mismunandi búsvæðum mannslíkamans. Undanfarinn áratug hefur tækni sem lýtur að greiningu örvera fleygt fram svo um munar. Þannig hefur stóraukist þekking okkar á örverusamfélaginu, bæði umfangi og samsetningu. Hvar og hvernig setjast örverur að? Hvað ræður því? Sambúðin - sambýli vs. sambúð (commensalismi/symbiosis), heilsufar, sjúkdómar og dysbiosis” Hvað hefur áhrif á örverusamfélagið? Hvernig hefur örverusamfélagið áhrif á heilbrigði og sjúkdóma.
Heilbrigt örverusamfélag í hraustum líkama!
Heilbrigðisstéttir, líffræðingar, umhverfisfræðingar. Gert verður ráð fyrir grunnþekkingu á líffræði örvera og grundvallarstarfsemi ónæmiskerfisins.
Erna Milunka Kojic er yfirlæknir smitsjúkdómadeilar Landspítala. Hún hefur áratuga reynslu á sviði smitsjúkdóma bæði í klínískri vinnu, kennslu og rannsóknum, lengst af í Bandaríkjunum (Brown Háksólann í Rhode Island og Mount Sinai í New York). Hún hefur sérstakan áhuga á örverum og áhrifum þeirra á mannslíkamann.
Helga M. Ögmundsdóttir er prófessor emerita við læknadeild HÍ. Hún kenndi frumulíffræði og ónæmisfræði við læknadeild og tannlæknadeild um áratuga skeið. Rannsóknir hennar eru á sviði krabbameinsfræða og ónæmisfræði.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.