Staðnámskeið

Vörustjórnun í verki

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 26. mars kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Sævar Garðarsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 16. mars. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði er fjallað um hvað vörustjórnun er og hvert hlutverk vörustjóra er. Farið er yfir lífsferil vöru, allt frá hugmyndavinnu, til markaðssetningar, að þroskaðri vöru á markaði. Fjallað er um hvernig greina á þarfir markaðar og nýta endurgjöf frá notendum. Mikilvægi vörusýnar og aðgerðaáætlun er skoðað sem og vörumælikvarðar. Dæmi eru tekin úr atvinnulífinu.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hvað er vörustjórnun og hvert er hlutverk vörustjóra
  • Lífsferill vöru: Frá hugmyndavinnu að þroskaðri vöru á markaði
  • Þarfir markaðar og endurgjöf frá notendum
  • Vörusýn og aðgerðaáætlun
  • Vörumælikvarðar
  • Dæmi tekin úr atvinnulífinu

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur á hlutverki vörustjórans: Þú lærir hvað vörustjórnun felur í sér og hvernig vörustjóri stuðlar að velgengni vörulínunnar og fyrirtækisins.
  • Dýpri innsýn í lífsferil vöru: Þú færð yfirsýn yfir lífsferil vöru, frá hugmyndavinnu til markaðssetningar og til þroskaðrar vöru.
  • Betri þekking á notendaþörfum: Þú lærir að greina þarfir markaðarins og nýta endurgjöf notenda.
  • Skýrari vörusýn og aðgerðaáætlun: Þú lærir að móta vörusýn og strategíu sem styður langtímamarkmið fyrirtækisins

Fyrir hverja

Fyrir alla þá sem vilja kynna sér undirstöðuatriði vörustjórnunar og nýta hana í verki. 

Nánar um kennara

Sævar Garðarsson hefur unnið í vöruþróun og vörustjórnun síðan 2003, og hefur unnið hjá fyrirtækjum eins og Bosch, Marel, Össuri og Controlant ásamt fleiri fyrirtækjum í gegnum eigið ráðgjafafyrirtæki.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Vörustjórnun í verki

Verð
29900