

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 26. mars kl. 13:00 - 16:00
Sævar Garðarsson
Endurmenntun Háskóla Íslands
Á þessu námskeiði er fjallað um hvað vörustjórnun er og hvert hlutverk vörustjóra er. Farið er yfir lífsferil vöru, allt frá hugmyndavinnu, til markaðssetningar, að þroskaðri vöru á markaði. Fjallað er um hvernig greina á þarfir markaðar og nýta endurgjöf frá notendum. Mikilvægi vörusýnar og aðgerðaáætlun er skoðað sem og vörumælikvarðar. Dæmi eru tekin úr atvinnulífinu.
Fyrir alla þá sem vilja kynna sér undirstöðuatriði vörustjórnunar og nýta hana í verki.
Sævar Garðarsson hefur unnið í vöruþróun og vörustjórnun síðan 2003, og hefur unnið hjá fyrirtækjum eins og Bosch, Marel, Össuri og Controlant ásamt fleiri fyrirtækjum í gegnum eigið ráðgjafafyrirtæki.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.