Staðnámskeið

Pólska: málnotkun IV

Aðeins 5 sæti laus

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. og mið. 3. mars - 9. apríl kl. 16:40 - 18:10 (12x)

18 klst.

Háskóli Íslands, Veröld - hús Vigdísar

Peningur 75.000 kr.
Námskeið

Í samstarfi við Mála- og menningardeild Háskóla Íslands.

 

Þetta námskeið er fyrir alla þá er hafa áhuga á pólsku og hafa lokið Málnotkun I, II og III eða hafa sambærilega þekkingu á pólsku máli (í samráði við kennara). Unnið verður með alla færniþætti en sérstök áhersla á talmál og framburð.

Námskeiðið er kennt í 6 vikur á síðari hluta vormisseris, tvisvar í viku, á mánudögum og miðvikudögum kl. 16:40 – 18:10 í Veröld – Húsi Vigdísar.

Hæfniviðmið:
Í þessu námskeiði munu nemendur:

  • halda áfram að auka hæfni sína í öllum færniþáttum með sérstaka áherslu á talamál og framburð
  • tileinka sér sérhæfðari orðaforða
  • tjá sig um kunnugleg málefni svo sem: tíma, innkaup, skemmtun og segja frá atburðum í þátíð og framtíð

Námskeiðið er kennt á ensku og pólsku.

Sjá kennsluskrá hér 

Aðrar upplýsingar

Lesefni: STEMPEK, IWONA (ET.AL.): POLSKI KROK PO KROKU. LEVEL 1, Polish-courses.com 2010.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Pólska: málnotkun IV

Verð
75000