Staðnámskeið

Indversk menning og samfélag II

Aðeins 2 sæti laus

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. og fim. 4. mars - 10. apríl kl. 16:40 - 18:10 (12x)

18 klst.

Háskóli Íslands, Veröld - hús Vigdísar

Peningur 75.000 kr.
Námskeið

Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynnast indverskri menningu og samfélagi.
Engrar forþekkingar er krafist.

Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna félagslega  og menningarlega arfleifð Indlands fyrir nemendum. Í ljósi þess hve landið er fjölbreytt verður stiklað á stóru og áhersla lögð á Vedaritin, Upanisjadritin og Itihasa. Einnig munu nemendur kynnast undirliggjandi heimspeki jóga og kirjunar og hvernig það nýtist til sjálfseflingar og vellíðanar. Í þessu námskeiði verður fyrst og fremst stuðst við hljóð- og myndefni og viðfangsefnið verður nálgast á gagnvirkan hátt. Nemendum verður séð fyrir fjölbreyttu lesefni og glósum sem tengjast hverju viðfangsefni sérstaklega.

Viðfangsefni námskeiðsins:

  • Vedaritin
  • Bhagavad Gita textarnir
  • Ramayana textarnir
  • Jóga sem tæki til sjálfsþroska og sjálfseflingar
  • Máttur þess að kirja
  • Andagift og sjálfsefling

Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu á síðari hluta vormisseris, tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 16:40 – 18:10 í Veröld - Húsi Vigdísar.

Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðsins geta nemendur:

  • Kynnt sér texta Veda og Upanishads, höfunda þeirra og borið þau saman
  • Kynnt sér innihald og speki itihasa ásamt Ramayana, Mahabharata og Bhagavad Greeta
  • Kynnt sér heimsspekina að baki jóga; Karma yog; Bhakti Yog
  • Öðlast skilning á mætti þess að kirja

Námskeiðið er kennt á ensku.

Sjá kennsluskrá hér 

Aðrar upplýsingar

Ekki verður stuðst við kennslubók á þessu námskeiði heldur nota nemendur námsgögn sem kennari kemur með í tíma eða eru aðgengileg á vefnum.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Indversk menning og samfélag II

Verð
75000