

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. og fim. 4. mars - 10. apríl kl. 16:40 - 18:10 (12x)
Háskóli Íslands, Veröld - hús Vigdísar
Námskeiðið er fyrir alla sem vilja kynnast indverskri menningu og samfélagi.
Engrar forþekkingar er krafist.
Meginmarkmið námskeiðsins er að kynna félagslega og menningarlega arfleifð Indlands fyrir nemendum. Í ljósi þess hve landið er fjölbreytt verður stiklað á stóru og áhersla lögð á Vedaritin, Upanisjadritin og Itihasa. Einnig munu nemendur kynnast undirliggjandi heimspeki jóga og kirjunar og hvernig það nýtist til sjálfseflingar og vellíðanar. Í þessu námskeiði verður fyrst og fremst stuðst við hljóð- og myndefni og viðfangsefnið verður nálgast á gagnvirkan hátt. Nemendum verður séð fyrir fjölbreyttu lesefni og glósum sem tengjast hverju viðfangsefni sérstaklega.
Viðfangsefni námskeiðsins:
Námskeiðið er kennt í 6 vikna lotu á síðari hluta vormisseris, tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, kl. 16:40 – 18:10 í Veröld - Húsi Vigdísar.
Hæfniviðmið:
Í lok námskeiðsins geta nemendur:
Námskeiðið er kennt á ensku.
Ekki verður stuðst við kennslubók á þessu námskeiði heldur nota nemendur námsgögn sem kennari kemur með í tíma eða eru aðgengileg á vefnum.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.