Staðnámskeið

„Músíkin á hjarta mitt“ – Hlustað á Bubba

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 24. mars - 7. apríl kl. 20:00 - 22:00 (3x)

6 klst.

Arnar Eggert Thoroddsen

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 29.900 kr.
Snemmskráning til og með 14. mars. Almennt verð 32.900 kr.
Námskeið

Á þessu þriggja kvölda námskeiði verður farið rækilega í feril Bubba Morthens, stærstu poppstjörnu sem Ísland hefur alið. Áhersla er fyrst og síðast á hlustun þar sem kennari og nemendur greina helstu lög Bubba í sameiningu. Tekið verður tillit til texta, tíðaranda og gildi þessa merka tónlistarmanns fyrir land og þjóð.

Bubba Morthens er óþarfi að kynna fyrir Íslendingum, og eftir leikritið 9 líf, býr þorri þjóðarinnar að býsna góðri innsýn í líf hans.

Námskeiðið verður ekki byggt á fyrirlestrum og þurrum greiningum. Kennari verður vissulega með innlagnir þegar þurfa þykir en meginstoðin er hlustun á tónlist Bubba og hans staða í íslenskri tónlistarmenningu og áhrif hans á hana metin út frá því ógrynni laga sem hann hefur gefið okkur.  

Umræður verða í opnu flæði á milli kennara og nemenda og stundirnar munu hafa yfir sér yfirbragð vinnusmiðju hvar samtalið byggir undir alla framvindu. Allt verður þetta undir styrkri handleiðslu kennara og þátttakan er um leið valkvæð, eins og hentar hverjum og einum. Óskalög úr sal verða og vel þegin!

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Bubba Morthens, tónlistarferil hans frá 1980 og fram á þennan dag.
  • Textagerð Bubba.
  • Stöðu hans í íslensku samfélagi, menningarlegt mikilvægi o.s.frv.
  • Tíðarandann hverju sinni og tengsl hans við Bubba. 

Ávinningur þinn

  • Skilningur á gildi popp/rokktónlistar.
  • Geta til að setja tónlist í samfélagslegt samhengi.
  • Innsæi og djúpskilningur á list Bubba Morthens.
     

Fyrir hverja

Tónlistaráhugafólk, starfsfólk úr tónlistariðnaðinum, menningarsinnað sem ómenningarsinnað fólk. 

Nánar um kennara

Arnar Eggert Thoroddsen er einn þekktasti tónlistarfræðingur og -gagnrýnandi landsins. Hann er doktor í tónlistarfræðum frá Edinborgarháskóla og aðjúnkt í félags- og fjölmiðlafræði við Háskóla Íslands, þar sem hann kennir m.a. menningarfélagsfræði. Hann hefur fjallað um tónlist í íslenskum fjölmiðlum um áratugaskeið.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

„Músíkin á hjarta mitt“ – Hlustað á Bubba

Verð
29900