Fjarnámskeið

Erfðaréttur – hagnýtar upplýsingar

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 2. apríl kl. 17:00 - 19:00

2 klst.

Guðrún Bergsteinsdóttir

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 13.900 kr.
Snemmskráning til og með 23. mars. Almennt verð 15.300 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu er farið yfir reglur um óskipt bú, erfðarétt barna, stjúpbarna og önnur flóknari fjölskyldumynstur. Jafnframt er farið yfir það hvað hægt er að gera með erfðaskrá og hvaða áhrif kaupmáli hefur á uppgjör dánarbús.

Farið er yfir þær reglur sem gilda í erfðarétti og hvernig þær hafa áhrif með ólíkum hætti eftir því t.d. hvort um hjónaband er að ræða eða sambúð, hvort viðkomandi á börn, þegar barn hefur fallið frá, þegar hjón eiga ekki sameiginleg börn og/eða þegar viðkomandi á ekki barn o.s.frv.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Óskipt bú.
  • Börn / Sameiginleg börn / Ekki sameiginleg börn.
  • Hjónaband / sambúð.
  • Erfðaskrár.

Ávinningur þinn

  • Að fá upplýsingar um það hvort grípa þurfi til ráðstafana til að tryggja sínar óskir við andlát.
  • Að fá upplýsingar um hvernig eigi að bera sig að til að ná fram sínum óskum við andlát.
  • Að fá almenna vitneskju sem nýtist bæði þér og þínum.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað öllum þeim sem vilja fræðast um og skilja hvernig erfðarétturinn virkar, m.a. til að geta gert ráðstafanir í samræmi við sinn eigin vilja. Það er of seint að bregðast við eftir fráfall.

Nánar um kennara

Guðrún Bergsteinsdóttir, lögmaður með leyfi til málflutnings bæði fyrir Héraðsdómi og Landsrétti. Starfað sem lögmaður í 20 ár, með fjölbreytta reynslu og unnið mikið í erfðarétti og þar með veitt ráðgjöf til fólks á því sviði

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Erfðaréttur – hagnýtar upplýsingar

Verð
13900