Staðnámskeið

Fuglar og fuglaskoðun

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 22. og 29. apríl, kl. 19:30 - 21:30 og lau. 3. maí kl. 13:00 - 17:00 (3x)

8 klst.

Jóhann Óli Hilmarsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 39.900 kr.
Snemmskráning til og með 13. apríl. Almennt verð 43.900 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði verður fjallað um íslenskt fuglalíf, stöðu fugla í náttúru landsins, undirstöðuatriði fuglaskoðunar og fuglavernd á Íslandi.

Íbúar mesta þéttbýlis landsins eru svo lánsamir að hvarvetna í nágrenninu eru fjörur, vötn, tjarnir og önnur búsvæði og er fuglalíf afar fjölskrúðugt árið um kring. Því verður sérstaklega fjallað um fuglalíf í nágrenni Reykjavíkur; á Innnesjum og Suðurnesjum. 

Þó hér sé aðeins að finna um 80 tegundir varpfugla, er einstaklingsfjöldi flestra þeirra mikill og berum við Íslendingar ábyrgð á stórum hluta stofna ýmissa mófugla og sjófugla. Staðsetning landsins í miðju Atlantshafi gerir það að verkum að hingað berst ætíð mikið af hrakningsfuglum bæði að vestan og austan. 

Íslenski fuglalistinn telur nú 415 tegundir. 

Kynning verður á hjálpartækjum við fuglaskoðun. 


 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Íslenska fugla.
  • Fuglaskoðun sem áhugamál og hvernig fólk stígur sín fyrstu skref.
  • Hjálpartæki við fuglaskoðun.
  • Bækur, félög, tímarit og vefsíður um íslenska fugla.
  • Hvar er fuglana að finna og hvar er best að skoða þá. Stiklað verður á stóru um landið með höfuðáherslu á Innnesin.
  • Í vettvangsferð verða einhver þessara svæða heimsótt: Álftanes, Seltjarnarnes, Reykjavíkurtjörn, Elliðavatn, Heiðmörk og ef til vill fleiri.

Ávinningur þinn

  • Að fá yfirlit yfir íslensku fánuna og undirstöðu í fuglagreiningu.
  • Að öðlast grunnþekkingu á hjálpartækjum eins og sjónaukum, fjarsjám, öppum, greiningarhandbókum og hvernig fólk ber sig að við fuglaskoðun á vettvangi.
  • Að fræðast um fuglastaði á Íslandi með sérstaka áherslu á Innnesin (Reykjavík og nágrenni).
  • Að kynnast fuglavernd á Íslandi og starfsemi Fuglaverndar - sem er eina félagið hérlendis sem eingöngu sinnir málefnum fugla, fuglavernd og fræðslu um þá.
     

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað áhugafólki um fugla og fuglaskoðun. 

Aðrar upplýsingar

Þriðji tími námskeiðsins er vettvangsferð þar sem einhver þessara svæða verða heimsótt: Álftanes, Seltjarnarnes, Reykjavíkurtjörn, Elliðavatn, Heiðmörk og ef til vill fleiri.  Nauðsynlegt er að hafa sjónauka og fuglabók með í vettvangsferðina.

Nánar um kennara

Jóhann Óli Hilmarsson er sjálfstætt starfandi fuglafræðingur og náttúruljósmyndari. Hann hefur skrifað fjölda greina um fugla og fuglaskoðun í bækur, blöð og tímarit. Hann er höfundur metsölubókarinnar Íslenskur fuglavísir og fleiri rita um fugla. Jóhann Óli hefur haldið fjölda námskeiða, fyrirlestra og sýninga og myndir hans hafa birst víða um heim. Hann var formaður Fuglaverndar um tveggja áratuga skeið.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Fuglar og fuglaskoðun

Verð
39900