Staðnámskeið

Katrín mikla

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 20. mars - 10. apríl kl. 20:00 - 22:00 (4x)

8 klst.

Illugi Jökulsson

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 47.200 kr.
Námskeið

Þýska stúlkan sem óvænt varð keisaraynja Rússlands. Hertogadóttirin sem varð á 18. öld einvaldur yfir einhverju rammasta feðraveldi Evrópu. Keisaraynjan sem lagði Krímskaga og Úkraínu undir Rússa og limaði sundur Pólland. Konan sem hafði hugrekki til að láta eftir sér bæði ást og nautnir.  

Einn ótrúlegasti kafli sögu Evrópu á seinni tímum er keisaratíð Katrínar miklu í Rússlandi 1762-1796. Hún gerði Rússland að sannkölluðu stórveldi í Evrópu og gerði markvissa tilraun til að tengja það evrópskum menningarstraumum. Hún reyndi að bæta hag almennings en gat líka sýnt mikla hörku þegar svo bar undir. Hún var fjörmikil og lífsglöð en lét fjölmarga elskhuga sína aldrei komast upp með moðreyk. 

Á námskeiðinu verður fjallað um þetta allt saman á líflegan og aðgengilegan hátt.


 

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Romanov-keisaraættina, Pétur mikla og keisaraynjurnar Maríu og Elísabetu.
  • Rússneskt samfélag, jafnt hlutskipti hinna fátæku sem munaðarlíf aðalsins.
  • Hvernig Katrínu tókst að ná og halda völdum í feðraveldinu miðju!
  • Hvaða áhrif hafði keisaratíð Katrínar á seinni tíma, til dæmis söguvitund Pútins?

Ávinningur þinn

  • Þú kynnist stórbrotinni persónu Katrínar miklu og samferðafólks hennar.
  • Þú heyrir ótrúlegar sögusagnir um einkalif hennar, ástir og kynlíf — og einnig hvað er satt í þeim ósköpum öllum!
  • Þú öðlast dýpri skilning á rússneskri sögu og drifkrafti hennar.
  • Þú verður margs vísari um atburði sem 250 árum seinna skipta enn miklu máli. 

Fyrir hverja

Námskeið Illuga Jökulssonar um söguna eru sniðin fyrir almenning. Enga sérstaka fyrirfram þekkingu á viðfangsefninu þarf til að njóta þeirra. Sögufrótt fólk er þó að sjálfsögðu meira en velkomið og oft skapast á námskeiðunum líflegar umræður. 

Nánar um kennara

Illugi Jökulsson, rithöfundur og útvarpsmaður, hefur í 15 ár flutt námskeið um söguleg og menningarleg efni hjá Endurmenntun HÍ um allt frá Jesú Kristi til Jósefs Stalíns, frá Gamla testamentinu til kalda stríðsins. Honum er gefið að lýsa flóknum sögulegum viðburðum á greinargóðan og skemmtilegan hátt.

 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Katrín mikla

Verð
47200