Staðnámskeið

Stjörnuhiminn yfir Íslandi

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 3., 10. og 17. nóv. kl. 20:00 - 22:00 (3x)

6 klst.

Sævar Helgi Bragason

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 32.900 kr.
Snemmskráning til og með 26. október. Almennt verð er 36.200 kr.
Námskeið

Langar þig að þekkja betur það sem ber fyrir augu þegar þú horfir upp í stjörnuhimininn? Á þessu námskeiði lærir þú að skoða stjörnuhimininn; sól, tungl, stjörnur og norðurljós yfir Íslandi.

Himinninn er helmingurinn af hinni sýnilegu náttúru í kringum okkur. Á stjörnuhimninum má sjá ótal undur sem gaman er að skoða með berum augum eða sjónaukum. Á námskeiðinu verður stiklað á stóru um allt það helsta sem íslenski stjörnuhiminninn hefur upp á að bjóða; stjörnumerki, tungl og reikistjörnur, norðurljós og norðurljósaspár og almyrkvann á sólu 2026.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Næturhiminninn og helstu fyrirbæri sem sjá má með berum augum og sjónaukum.
  • Sjónauka og annan búnað til stjörnuskoðunar og stjörnuljósmyndunar.
  • Norðurljós og norðurljósaspár.
  • Sól- og tunglmyrkva.

Ávinningur þinn

  • Að læra og lesa i stjörnuhiminninn og rýna í norðurljósaspár.
  • Að læra á búnað til stjörnuskoðunar.
  • Að öðlast enn meiri þekkingu á náttúrunni í kringum þig.
  • Að geta miðlað þekkingu um himinninn til annarra.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa áhuga á stjörnufræði og stjörnuskoðun og vilja auka þekkingu sína á næturhimninum. Námskeiðið hentar sérstaklega vel leiðsögufólki, náttúrufræðikennurum í grunn- og framhaldsskólum og öllum sem eiga sjónauka. Áhersla er lögð á það sem sjá má með berum augum og með handsjónaukum og litlum stjörnusjónaukum. Auk þess verður notkun stjörnusjónauka kennd. 

Aðrar upplýsingar

Stuðst verður við bókina Stjörnuskoðun fyrir alla fjölskylduna https://www.forlagid.is/vara/stjoernuskodun/ 

Gott er að eiga handsjónauka og/eða stjörnusjónauka en ekki skilyrði. 

Nánar um kennara

Sævar Helgi Bragason hefur áralanga reynslu af kennslu og miðlun stjarnvísinda. Hann hefur bakgrunn í stjörnufræði og jarðfræði en hefur lengst af starfað við að miðla vísindum til barna og fullorðinna. Hann er umsjónarmaður Nýjasta tækni og vísindi á RÚV, tíður gestur í fjölmiðlum landsins að tala um vísindi og höfundur fjölda bóka um vísindi fyrir börn og fullorðna. Sævari finnst fátt skemmtilegra en að góna upp í heiðskíran næturhimininn og sýna öðrum undrin sem þar leynast.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Stjörnuhiminn yfir Íslandi

Verð
32900