

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 11. og fim. 13 mars kl. 20:00 - 22:00 (2x)
Gérard Lemarquis
Endurmenntun Háskóla Íslands
Farið verður í sögu Parísar og skoðaðar myndir og kort sem koma þátttakendum að góðum notum í eiginlegri Parísarferð. Þátttakendur munu fá glögga mynd af ólíkum hverfum borgarinnar og upplifa líf og lystisemdir hennar gegnum líflega frásögn Gérard Lemarquis.
Námskeiðið skiptist í tvo hluta. Í fyrri hluta verður farið í sögu Parísar og áhersla lögð á hverfi sem voru miðpunktur borgarinnar á mismunandi tímum. Latínuhverfið, Le Marais (Mýrina), Le Louvre, Le Palais Royal, Les grands boulevards (frá République til Óperunnar), Montmartre, Montparnasse, Saint-Gérmain des Prés, Les Halles og La Bastille. Velt verður upp spurningunum: Af hverju breytist tískan? Hvernig og af hverju verður nýtt hverfi miðpunktur lista og bóhemlífs?
Í seinni hluta verða farnir nokkrir leiðangrar um París. Sýndarveruleiki verður settur á svið með aðstoð korta og annarra gagna. Staldrað verður við þekkta og lítt þekkta staði. Hugmyndin er að síðar geti þátttakendur notað kort og önnur gögn námskeiðsins við raunverulegar aðstæður í eiginlegri Parísarferð.
Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa áhuga á París og vilja læra betur inn á borgina.
Gérard Lemarquis, stundakennari við Hugvísindasvið HÍ.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.