

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 25. mars kl. 9:00 - 16:00
Fjóla Þorvaldsdóttir
Hanna Eiríksdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Á námskeiðinu verður fjallað um starf sérkennslustjóra og rætt út frá helstu viðfangsefnum hvernig hægt er að auðvelda sér starfið með góðu skipulagi og aðstoð upplýsingatækninnar.
Námskeiðið verður bæði í formi fyrirlestra og vinnustofu. Gefið verður gott rými fyrir umræður þannig að þátttakendur geti skipst á hugmyndum og reynslu.
Markmiðið með námskeiðinu er að:
• Auka þekkingu og færni sérkennslustjóra.
• Kynna ýmis verkfæri til þess að auðvelda sér störfin.
• Kynna notkunarmöguleika upplýsingatækninnar.
• Þátttakendur kynnist tjáskiptaforritinu TD Snap
• Þátttakendur geti spurt og fengið svör um flest það sem þeim liggur á hjarta.
Námskeiðið er ætlað sérkennslustjórum, óháð menntun viðkomandi.
Ef þátttakendur hafa aðgang að fartölvu eða iPad mega þeir gjarnan hafa það meðferðis á námskeiðið.
Fjóla Þorvaldsdóttir sérkennari hefur áratuga reynslu sem sérkennslustjóri og er með framhaldsmenntun á sviði sérkennslu og upplýsingatækni.
Hanna Rún Eiríksdóttir er kennari í Klettaskóla. Hún hefur áralanga reynslu af kennslu nemenda með þroskahömlun í grunnskólum. Hún hefur verið umsjónarmaður Sérkennslutorgs frá upphafi og sinnir nú einnig ráðgjöf varðandi tjáskipti og augnstýringu.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.