

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Þri. 16. sept. - 4. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (8x)
Guðrún Nordal
Endurmenntun Háskóla Íslands
Athugið! Í boði eru tveir möguleikar til að stunda námskeiðið:
Hér verður boðið upp á óvænt ferðalag um skáldskap þrettándu aldar. Sturlungaöld var tími skálda og rithöfunda sem margir voru einnig gerendur í valdabaráttu aldarinnar. Hvernig stóð á því? Á námskeiðinu verður kafað ofan í vísur ólíkra skálda, hlutverk kveðskapar í samfélaginu og hvernig hann var notaður í sögum eins og Sturlungu.
Sturlungaöld er tími skáldanna. Dróttkvæðar vísur eru heillandi og einstakar heimildir um samfélag og menningarheim þrettándu aldar. Hver vísa veitir innsýn í hugarheim og ímyndarafl skáldsins, myndmálið varpar ljósi á umhugsun þess um heiminn og formið sýnir íþrótt skáldanna. En kveðskapur var ekki ætlaður til prívatbrúks. Hann skipti máli í samfélaginu, skapaði skáldinu stöðu, var valdatæki og gat valdið usla. Skáldin náðu jafnvel eyrum erlendra konunga og ortu fyrir sjálfan himnakónginn. Vísum var fléttað inn i sögur, ekki til skrauts heldur til að koma að öðrum sjónarmiðum en prósinn leyfði.
Á námskeiðinu förum við í óvænt ferðalag til Sturlungaaldar og greinum skáldskap stórkostlegra skálda eins og Kolbeins Tumasonar, Guðmundar Oddssonar, Ingjaldar Geirmundarsonar, Sturlu Þórðarsonar, Gissurar Þorvaldssonar og Snorra Sturlusonar, svo að nokkur séu nefnd. Aðalheimild námskeiðsins er Sturlunga, en einnig ómetanlegar kennslubækur í skáldskap, Snorra Edda og Þriðja málfræðiritgerð Ólafs Þórðarsonar.
Námskeiðið er mjög aðgengilegt og ekki eru gerðar neinar forkröfur.
Þátttakendur þurfa ekki að undirbúa sig fyrir tímana og ekki er nauðsynlegt að koma með fartölvu eða verkfæri í tíma. Sturlunga liggur til grundvallar umræðunni, ásamt Snorra Eddu og Þriðju málfræðiritgerðinni.
Guðrún Nordal lauk doktorsprófi frá Oxford háskóla árið 1988. Hún er forstöðumaður Árnastofnunar og prófessor í miðaldabókmenntum við íslensku- og menningardeild Háskóla Íslands.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.