

Valmynd
Mán 6. nóv. kl. 20:00 - 22:00
Snæfríður Ingadóttir, ferðalangur með meiru
Námskeiðið fer fram í rauntíma í fjarkennsluforritinu ZOOM.
Upplýsingar um þátttöku í ZOOM.
Tenerife hefur upp á ýmislegt meira að bjóða en sól og strendur. Áhugafólk um útivist og göngur sækir gjarnan þangað, enda eru í boði óteljandi gönguleiðir, í fjölbreyttu landslagi. Þar ættu allir að geta fundið gönguleið á því erfiðleikastigi sem hentar hverju sinni. Ekki spillir heldur veðurfarið fyrir, en eyjan er sérlega aðlaðandi fyrir göngur að vetrarlagi.
Hnitmiðað námskeið sem hefur það markmið að búa þátttakendur undir gönguferðir á eigin vegum á Tenerife. Helstu náttúruverndarsvæðin eru kynnt og fjallað um það hvernig best sé að ganga um þau. Farið er yfir helsta útbúnað sem þarf að hafa með í för, gefnar eru hugmyndir um gönguleiðir og hvar best sé að leita upplýsinga um góðar gönguleiðir.
Svæði á eyjunni sem eru spennandi fyrir göngufólk.
Búnað og veðurfar.
Góðar netsíður og bækur.
Þú færð hugmyndir að áhugaverðum gönguleiðum á eyjunni.
Þú færð upplýsingar um hvað þarf að hafa í huga varðandi búnað og veðurfar.
Þú færð innblástur fyrir þitt næsta gönguævintýri á Tenerife.
Námskeiðið er fyrir alla þá sem langar til að kynnast Tenerife betur á tveimur jafnfljótum. Gönguleiðirnar sem kynntar eru á námskeiðinu eru miserfiðar, en gengið er út frá því að fólk sé á ferð um eyjuna á eigin vegum og þá gjarnan með bíl til umráða.
Snæfríður Ingadóttir, rithöfundur og fjölmiðlakona, hefur búið á Tenerife og skrifað ferðahandbækur um eyjuna. Hennar uppáhaldsafþreying á eyjunni eru gönguferðir.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.
<span class="fm-plan">Tenerife hefur upp á ýmislegt meira að bjóða en sól og strendur. Áhugafólk um útivist og göngur sækir gjarnan þangað, enda eru í boði óteljandi gönguleiðir, í fjölbreyttu landslagi. Þar ættu allir að geta fundið gönguleið á því erfiðleikastigi sem hentar hverju sinni. Ekki spillir heldur veðurfarið fyrir, en eyjan er sérlega aðlaðandi fyrir göngur að vetrarlagi.</span>