Staðnámskeið

Farsótt

- saga smitsjúkdóma og sóttvarna á Íslandi
Afsláttur af námskeiðsgjaldi.
Snemmskráning til og með 28. október
Almennt verð 23.000 kr. 20.900 kr.
Nýtt

Mán. 7. og 14. nóv. kl. 20:00 - 22:00

4 klst.

Kristín Svava Tómasdóttir, sagnfræðingur og ljóðskáld.

Endurmenntun, Dunhaga 7.

Námskeið

Á námskeiðinu verður fjallað um sögu farsótta og smitsjúkdóma á Íslandi á 19. og 20. öld og tilraunir til að berjast gegn og jafnvel útrýma skæðum sjúkdómum. Námskeiðið er byggt á bókinni Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25, sem fjallar um sögu gamla Farsóttahússins í Þingholtsstræti frá 1884 til 1984.

Húsið var byggt árið 1884 sem fyrsta sjúkrahús Reykvíkinga en síðar gert að farsóttaspítala og geðsjúkrahúsi og seinast að gistiskýli fyrir heimilislausa. Fjallað verður um farsóttir og smitsjúkdóma sem herjuðu á Íslendinga fyrr á tíð en mörgum þeirra hefur nú verið útrýmt í landinu, svo sem sullaveiki og holdsveiki, mislingum og taugaveiki, berklum og mænusótt. Rætt verður um það hvernig barátta gegn útbreiðslu þessara sjúkdóma hófst undir lok 19. aldar og hvernig ólíkum aðferðum var beitt í þeirri baráttu, svo sem fræðslu, lagasetningu, eftirliti, sóttkvíun og einangrun. Sjónum verður ekki aðeins beint að læknum og embættismönnum heldur því hvernig venjulegt fólk upplifði bæði veikindi og sóttvarnir og þeim línudansi yfirvalda og almennings sem sóttvarnaraðgerðir voru óhjákvæmilega. Þessi saga er sögð gegnum sögu hússins í Þingholtsstræti 25, sem hefur gegnt margvíslegum hlutverkum í gegnum tíðina, og er því öðrum þræði einnig Reykjavíkursaga. Margar af þeim spurningum sem ræddar verða eru enn ofarlega á baugi í umræðunni um farsóttir í nútímanum.

Á námskeiðinu er fjallað um

Sögu farsótta og smitsjúkdóma á Íslandi.
Þróun sóttvarna og baráttunnar gegn smitandi sjúkdómum.
Ólíka upplifun alls konar fólks af veikindum og sóttvörnum.

Ávinningur þinn

Þekking á sögu farsótta og sóttvarna.
Dýpri sýn á ýmsar spurningar sem eru ofarlega á baugi í umræðu um farsóttir og sóttvarnir.

Fyrir hverja

Allt áhugafólk um sögu heilbrigðis, sjúkdóma og lækninga.

Nánar um kennara

Kristín Svava Tómasdóttir er sagnfræðingur og ljóðskáld. Hún útskrifaðist með MA-próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands árið 2011 og hefur unnið fjölbreytt störf á sviði sagnfræða, bókmennta og menningar. Bók hennar Stund klámsins. Klám á Íslandi á tímum kynlífsbyltingarinnar hlaut viðurkenningu Hagþenkis árið 2018 og hún er ein af höfundum bókarinnar Konur sem kjósa – aldarsaga sem hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fræðirita árið 2020. Kristín Svava hefur sent frá sér fjórar ljóðabækur, síðast ljósmæðraljóðabálkinn Hetjusögur sem hlaut Fjöruverðlaunin í flokki fagurbókmennta árið 2020. Bók hennar Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 kemur út hjá Sögufélagi haustið 2022.

Aðrar upplýsingar

Nemendur á námskeiðinu geta fengið bókina Farsótt. Hundrað ár í Þingholtsstræti 25 á sérstöku tilboðsverði frá útgefanda.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Farsótt

Verð
23000

<span class="fm-plan">&Aacute; n&aacute;mskei&eth;inu ver&eth;ur fjalla&eth; um s&ouml;gu fars&oacute;tta og smitsj&uacute;kd&oacute;ma &aacute; &Iacute;slandi &aacute; 19. og 20. &ouml;ld og tilraunir til a&eth; berjast gegn og jafnvel &uacute;tr&yacute;ma sk&aelig;&eth;um sj&uacute;kd&oacute;mum. N&aacute;mskei&eth;i&eth; er byggt &aacute; b&oacute;kinni </span><span class="fm-italic">Fars&oacute;tt. Hundra&eth; &aacute;r &iacute; &THORN;ingholtsstr&aelig;ti 25</span><span class="fm-plan">, sem fjallar um s&ouml;gu gamla Fars&oacute;ttah&uacute;ssins &iacute; &THORN;ingholtsstr&aelig;ti fr&aacute; 1884 til 1984.</span>