

Valmynd
Árangursstjórnun er mikilvægur hluti stofnanna og verkefna. Hún tryggir að aðgerðir séu í takt við stefnumótandi áherslur. Í þessu námskeiði læra nemendur að beita margskonar aðferðum í árangursstjórnun, öðlast hæfni í eftirliti verkefna og skilja mikilvægi árangursstjórnunar þannig að stefnumótandi markmið stofnanna náist.
Námskeiðið byggir á raundæmum (e. Case studies) og verkefnum sem fara fram í kennslustund. Þannig kynnast nemendur, eins og mögulegt er í kennslustofu, raunverulegum aðstæðum þar sem árangursstjórnun nýtist til að styðja ákvarðanatöku innan stofnanna.
Námskeiðið fylgir blönduðu námsformi. Hluti námskeiðsins er kenndur í netnámi, nemendur geta horft á fyrirlestra þegar þeim hentar, þó eigi síðar en fram kemur í kennsluáætlun.
Hluti námskeiðsins fer fram í vinnustofum sem verða haldnar á staðnum og verður mætingarskylda á vinnustofurnar. Athugið að vinnustofur þessar nema allt að 70% af lokaeinkunn.
Námskeiðið er kennt á ensku.
Sjá upplýsingar um námskeiðið og hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.
Sjá tímasetningar og staðsetningar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.