

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Námskeiðið verður kennt á vormisseri 2025. Sjá nánar í stundatöflu.
Háskóli Íslands - sjá stundatöflu
Farið er í grundvallarhugtök tengt fjárfestingu og virðigreiningar. Farið er í uppbyggingu ársreiknings og hvernig rekstrarreikningur, efnahagsreikningur og sjóðstreymi. Farið verður í uppbyggingu á "grunngreiningu" (fundamental analysis). Samanburðar- og kennitölugreining (comparables multiple analysis) er aðferð þar sem hægt er að nálgast virði. Skoðað verður hvernig sjóðstreymi, hagnaður, umframhagnaður, eðlilegur hagnaður og virðismat tengjast ásamt áhrifum vegna ávöxtunarkröfu. Greining á arðsemi til þess að nálgast "hið rétta virði" fyrirtækisins. Vöxtur hefur mikil áhrif á virðismat sem tengist meðal annars P/E og P/B. Aðferðir við virðismat og næmnisgreiningar.
Virðismat er nátengt fjármögnun og rekstrarhæfi. Kynnt verður hvernig virðismat tengist á einn eða annan hátt hugtökunum fjárhagsleg staða (financial position) og rekstrarhæfi (going concern) fyrirtækja. Hugtökin verða skoðuð út frá IFRS og ISA í breiðu samhengi og skilningi um áframhaldandi rekstur.
Eftirlitskerfi er tengjast fjármálum og árangri. Árangur getur bæði tengst fjárhagslegum liðum sem og ófjárhagslegum. Verkferlar sem og aðferðafræði við að meta árangur er mikilvægur til að rétt mynd fáist að rekstrarstöðu.
Hópverkefni byggjast bæði á kennsluefni og því efni er fram kemur í fyrirlestrunum.
Sjá upplýsingar um námskeiðið og hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.
Sjá tímasetningar og staðsetningar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.