

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 15. og fim. 16. apríl kl. 09:00 - 12:00
Björk Ben Ölversdóttir
Íris Dögg Kristmundsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Hefur þú reynt að innleiða breytingar í þinni vinnu án árangurs? Langar þig að vita hvað brást í vegferðinni? Eða hefurðu bara gefist upp á breytingum?
Ef svo er, þá er þetta námskeið fyrir þig! Á námskeiðinu öðlast þátttakendur dýpri skilning á breytingastjórnun, innsýn í hvað ber að varast sem og aukna færni í að losa um hindranir sem geta komið upp í breytingaferlinu. Einnig öðlast þátttakendur aukna hæfni til að skilja betur áhrif menningar og mannlegra þátta þegar kemur að innleiðingum breytinga.
Námskeiðið er fyrir öll þau sem hafa grunnþekkingu á breytingastjórnun og vilja byggja ofan á þekkingu sína eða þau sem hafa þegar nýtt aðferðarfræði breytingastjórnunar án árangurs.
Björk Ben Ölversdóttir og Íris Dögg Kristmundsdóttir, eigendur og ráðgjafar hjá Mintos ehf.
Björk er tölvunarfræðingur ásamt því að hafa lokið vottuðu námi í verkefnastjórnun og starfar jafnframt sem núvitundarleiðbeinandi.
Íris er verkfræðingur með diplóma í kennslufræðum ásamt því að hafa lokið ICF vottuðu námi í markþjálfun. Báðar hafa þær áratuga reynslu af stjórnun, verkefnastýringu og innleiðingu á breytingum, m.a. í íslenska bankakerfinu og víðar.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.