Staðnámskeið

Lykilatriði breytingastjórnunar - grunnur

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fös. 20. feb. kl. 09:00 - 12:00

3 klst.

Íris Dögg Kristmundsdóttir

Björk Ben Ölversdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 31.400 kr.
Snemmskráning til og með 10. febrúar. Almennt verð er 34.600 kr.
Námskeið

Brennur þú fyrir umbótum? Stendur þú frammi fyrir því að þurfa að gera breytingar en veist ekki hvar þú átt að byrja? Eða hefurðu reynt að innleiða breytingar í þinni vinnu en lent á vegg?

Ef svo er, þá er þetta námskeið fyrir þig! Á námskeiðinu kynnast þátttakendur viðurkenndri aðferðarfræði breytingastjórnunar sem borið hefur árangur. Eftir námskeiðið ættu þátttakendur að hafa öðlast hæfni til þess að innleiða breytingar á árangursríkari hátt.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Mikilvægi breytingastjórnunar.
  • Helstu lykilþætti breytingastjórnunar.
  • Skrefin sem þarf að taka í breytingaferlinu.
  • Ávinningur af árangursríkri breytingastjórnun.

Ávinningur þinn

  • Aukinn skilningur á mikilvægi breytingastjórnunar.
  • Yfirsýn yfir skrefin sem þarf að taka í breytingaferlinu.
  • Hæfni til að innleiða breytingar á árangursríkari hátt.
  • Ýmis ráð, tæki og tól.

Fyrir hverja

Námskeiðið er fyrir öll þau sem vilja kynnast breytingastjórnun eða dusta rykið af kunnáttu sinni.

Nánar um kennara

Björk Ben Ölversdóttir og Íris Dögg Kristmundsdóttir, eigendur og ráðgjafar hjá Mintos ehf.

Björk er tölvunarfræðingur ásamt því að hafa lokið vottuðu námi í verkefnastjórnun og starfar jafnframt sem núvitundarleiðbeinandi.

Íris er verkfræðingur með diplóma í kennslufræðum ásamt því að hafa lokið ICF vottuðu námi í markþjálfun. Báðar hafa þær áratuga reynslu af stjórnun, verkefnastýringu og innleiðingu á breytingum, m.a. í íslenska bankakerfinu og víðar
 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Lykilatriði breytingastjórnunar - grunnur

Verð
31400