

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. 24. mars kl. 13:00 - 16:00
Agnes Kristjánsdóttir
Edda Svavarsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Í verkefninu „Gríptu tækifærið“ er unnið með bernskulæsi og markvisst unnið að því að skapa jákvætt viðhorf til lesturs. Ferlið leggur grunn að því að börn þrói með sér færni til að skilja umhverfið, miðla þekkingu, reynslu eða upplifun til annarra. Meðal annars er unnið að markvissri málörvun í litlum hópum.
Markmið verkefnisins er að dýpka málumhverfi barnanna, auka ígrundun í starfi og efla sameiginlega ábyrgð starfsfólks.
Á námskeiðinu verður fjallað um leiðir til að virkja börn og starfsfólk leikskóla í starfi tengdu bernskulæsi (e. emergent literacy).
Lestur er undirstaða námsárangurs og því mikilvægt að byrja lestrarferlið snemma. Lestur er samofinn mörgu í lífinu; samskiptum, sjálfstæði, þekkingaröflun og fleiru. Við sjáum ítrekað fréttir um dalandi árangur íslenskra barna í lestri og sérstaklega barna með íslensku sem annað tungumál og viljum með þessu verkefni gefa starfsfólki leikskóla verkfæri til að sporna við þessari þróun.
Á námskeiðinu verður því farið yfir hvernig er hægt að kveikja áhuga barna á lestri og efla færni þeirra í að lesa í umhverfið sem er öflug undirstoð fyrir hinn eiginlega lestur.
Námskeiðið er ætlað leikskólakennurum eða öðru fagfólki sem starfar í leikskóla. Námskeiðið er kjörið fyrir þau sem vilja efla málumhverfi barna og vilja taka þátt í því að skapa betri tækifæri fyrir börn til að efla lestur til framtíðar.
Edda Sigrún Svavarsdóttir er leikskólakennari með viðbótardiplómu í menntastjórnun og matsfræði. Agnes Björg Kristjánsdóttir er þroskaþjálfi í meistaranámi sérkennslu. Báðar eru með langa reynslu af starfi í skólakerfinu.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.