Staðnámskeið

Sögupokar – heildstætt málörvunarefni með áherslu á læsi í víðum skilningi

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 4. mars kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Ágústa Kristmundsdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 25.900 kr.
Snemmskráning til og með 22. febrúar. Almennt verð 28.500 kr.
Námskeið

Á námskeiðinu eru kynntar aðferðir til að vinna markvisst með sögupoka á fjölbreyttan og skemmtilegan hátt í gegnum leik. Kynntir eru átta sögupokar og þátttakendur taka þátt í að grunnvinna sinn eigin sögupoka. Sett er upp lifandi sögustund þar sem allir taka þátt. Einnig er farið í fræðin á bak við kennsluefnið.

Sögupokar er heildstætt málörvunarefni fyrir börn á leikskólaaldri þar sem unnið er með læsi í víðum skilningi, samskipti, félagsfærni, tjáningu og sköpun. Unnið er með hljóðkerfisvitund, hljóðtengingu, hljóðgreiningu, orðaforða og orðskilning. Vinna og kennsla með þennan efnivið örvar lesskilning og lestrarupplifun barna, eykur ímyndunarafl og gerir samveru- og sögustundir að skemmtilegum og lærdómsríkum stundum þar sem börn eru virk og taka þátt. Þessi aðferð hentar mjög vel börnum af erlendum uppruna og börnum með fjölbreyttar þarfir þar sem efniviðurinn er lifandi, áþreifanlegur og býður upp á fjölbreytta nálgun. Með þessari aðferð er hægt að flétta saman hinum ýmsu námsþáttum sem koma fram í aðalnámskrá leikskóla.

Einnig verður kynnt nýtt þróunarverkefni á þessu námskeiði – Söngpokar.
Söngpokar eru skemmtilegt náms-og kennsluefni til að nota í söngstundum þar sem markmiðið er að börnin séu virkir þátttakendur. Kynntir verða 10 söngpokar – notaðar eru handbrúður, hljóðfæri og aðrir hlutir sem tengjast hverjum söng.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Fræðin á bak við sögupokana.
  • Hvað er í sögupokunum og hvers vegna.
  • Hvernig sögupoki er útbúinn og þátttakendur fá æfingu í því.
  • Hvernig hægt er að vinna með sögupoka fyrir ólíkan aldur.

Ávinningur þinn

  • Öðlast reynslu í hvernig hægt er að vinna með sögu eða ævintýri á heildstæðan hátt í málörvun ungra barna.
  • Öðlast reynslu í að útbúa sögupoka, afla gagna og vinna grunnvinnu við gerð sögupoka.
  • Fá betri innsýn í mikilvægi þess að auka orðaforða, lesskilning, máltjáningu og málnotkun ungra barna í nútímasamfélagi.
  • Taka þátt í sögustund með sögupoka þar sem þátttakendur eru virkir og kynnast skemmtilegri leið til að segja sögu á lifandi og skemmtilegan hátt.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað leikskólakennurum, þroskaþjálfum, sérkennurum og öðrum sem vinna með ungum börnum.

Nánar um kennara

Ágústa Kristmundsdóttir er leikskólakennari með framhaldsnám í sérkennslufræðum. Hún vann sem deildarstjóri í leikskóla í rúm tuttugu ár en hefur verið sérkennslustjóri í leikskólanum Ökrum síðastliðin sjö ár. Verkefnið Sögupokar er þróunarverkefni sem styrkt hefur verið af Þróunarsjóði leikskóla Garðabæjar og er Ágústa verkefnastjóri. Sögupokarnir hafa verið mikið notaðir á Ökrum og er mjög góð reynsla af vinnu með þá.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sögupokar – heildstætt málörvunarefni með áherslu á læsi í víðum skilningi

Verð
25900