Fjarnámskeið

Microsoft Teams og OneDrive

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Þri. 8. okt. kl. 13:00 - 16:00

3 klst.

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 26.700 kr.
Snemmskráning til og með 28. september. Almennt verð er 29.400 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði er farið yfir nýjustu útgáfur af Microsoft Teams og OneDrive.

Við byrjum á að skoða OneDrive, þar sem við lærum hvernig það meðhöndlar þínar einkaskrár og gögn. Þá skoðum við hvernig við hægt er að nálgast þau hvar og hvenær sem er. Í næsta skrefi förum við yfir Microsoft Teams, þar sem við kynnumst fjölbreyttum samskiptatólum fyrir teymi, varðveislu gagna og samvinnu. Við skoðum einnig hvernig gögn frá OneDrive geta verið aðgengileg í Teams, sem eykur skilvirkni og tengir vinnuumhverfið saman.

 

OneDrive

Með Microsoft OneDrive gefst tækifæri til að geyma gögn miðlægt, deila þeim með öðrum, nýta okkur 
útgáfustjórnun og margt fleira. Eftir að búið er að vista gögnin í OneDrive má vinna með þau frá mismunandi tækjum ásamt því að geta deilt þeim með innri og ytri aðilum sé það heimilt. 
Á þessu námskeiði er farið yfir hvað OneDrive er, hvernig það virkar og hvað er hægt að gera er kemur að deilingu gagna, samvinnu og fleira.

 

Yfirferð:

  • OneDrive vs. OneDrive 4Business – Hver er munurinn?
  • Hvað býður OneDrive uppá?
  • Vistun á gögnum í OneDrive.
  • Samvinna á gögnum í rauntíma.
  • Deiling á gögnum frá OneDrive.
  • Aðgangur að gögnum frá mismunandi tækjum.
  • Hvað er nýtt í OneDrive
    • Bæta við flýtivísun, nýtt deilingarviðmót, stuðningur við Loop og fl.

 

Teams

Microsoft Teams er öflugt tæki til að auðvelda samskipti innan deilda, sviða eða verkefna. Það gerir 
notendum kleift að deila gögnum, taka þátt í fjarfundum, eiga létt spjall (e. chat) og margt fleira. Teams 
býður upp á nýjan vettvang fyrir samvinnu og einfaldar samskipti innan skipulagsheilda. 

Í hverju teymi er hægt að setja upp rásir sem endurspegla ákveðið skipulag eða umræðu tengda tilteknum verkefnum. Þessar rásir geyma samskipti, gögn, og veita möguleika á að bóka fundi, halda hópspjall og tengja önnur kerfi eða lausnir. Frá spjalli (e. chat) er hægt að eiga samtöl við einstaklinga eða minni hópa, án þess að vera bundinn við tiltekið teymi.

Á þessu námskeiði munum við skoða hvað Microsoft Teams er, hvernig það virkar, og hvernig það getur stutt  samskipti, samvinnu, og aðgengi að gögnum.

 

Yfirferð:

  • Hvað er Teams?
  • Hvað býður það uppá?
  • Umhverfi Teams – Er munur á?
    • PC, MAC, veflægt.
  • Hópar vs. rásir
    • Hvernig stofna á hópa og rásir.
    • Notendur, réttindi – Hvað má?
  • OneDrive vs. SharePoint – geymslusvæði.
  • Aðgengi að öðrum kerfum innan úr Teams
  • Munur á opnum hópum og lokuðum.
  • Hvað er nýtt í Teams?
    • Nýjungar er skjánum er deilt, rásir eru nú með fleiri eiginleikum, lifandi þýðingar og fl.

Aðrar upplýsingar

Gott er að hafa aðgang að Microsoft á meðan námskeiðinu stendur frá vinnustöð eða í gegnum vafra.

Nánar um kennara

Atli Þór Kristbergsson hefur starfað við upplýsingatækni frá árinu 1998, fyrst sem kerfis- og vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsingatæknideildar Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hefur hann einkum sinnt kennslu, ráðgjöf og vefsíðugerð.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Microsoft Teams og OneDrive

Verð
26700