

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 13., 20. og 27. nóv. kl. 19:30 - 21:30 (3x)
Stefán Halldórsson
Endurmenntun Háskóla Íslands
Lærðu að nýta þér gagnagrunna og skjalasöfn á netinu til að afla upplýsinga um sögu fjölskyldu þinnar allt að 200 ár aftur í tímann. Berðu upplýsingarnar saman við lýsingar sagnfræðinga og annarra á lífskjörum og möguleikum almennings til að takast á við fátækt, barnadauða, vistarbönd, farsóttir og harðindi. Þínu fólki tókst það – annars værir þú ekki hér.
Á námskeiðinu er fjallað um hvernig tölvan er notuð við gagnaleitina og gefin eru hagnýt ráð til að bregðast við villum og veikleikum í gagnasöfnunum.
Sérfróður gestur á sviði ættfræði kemur í heimsókn á námskeiðið.
Námskeiðið er ætlað öllum sem vilja fræðast um sögu forfeðra sinna með eigin grúski.
Þátttakendur fá leiðbeiningar, æfingaverkefni og fróðlegar greinar í námskeiðsgögnum.
Stefán Halldórsson er félagsfræðingur og rekstrarhagfræðingur að mennt. Hann hefur m.a. starfað sem blaðamaður, kennari, á fjármálamarkaði og í seinni tíð einnig við ritstörf og bókaútgáfu. Hann hefur kennt á námskeiðum hjá Endurmenntun HÍ sem og í innlendum og erlendum háskólum.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.