

Valmynd
Sólveig Kjærnested
Er hægt að hlúa að sjálfum sér samhliða því að huga að öðrum og takast á við krefjandi verkefni? Rannsóknir sýna að einstaklingar sem sinna störfum sem felur í sér aðhlynningu fólks, geta verið útsettir fyrir neikvæðum heilsufarslegum áhrifum. Hins vegar sýna rannsóknir einnig fram á að samkennd getur dregið úr neikvæðum áhrifum. Með hjálp samkenndar er hægt að efla og styðjast við hjálpleg bjargráð til að takast á við krefjandi verkefni lífsins, bæði innan sem og utan vinnuumhverfið.
Á námskeiðinu verður farið yfir skilgreiningar á samkennd og hvað aðgreinir samkennd frá samlíðan og samhygð. Frætt verður um tilfinningakerfin þrjú út frá samkenndarmiðaðri meðferð þróuð af Paul Gilberts. Tilfinningakerfin þrjú saman standa af drifkerfi, ógnarkerfi og sefkerfi og velferð felur í sér að finna jafnvægi á milli þessara kerfa.
Fræðsla um þrjár meginstoðir samkenndar sem Kristín Neff, leiðandi vísindakona í rannsóknum á samkennd í eigin garð, setti fram og hvernig samstarfsmaður hennar, dr. Christopher Germar, notast við þessa þætti og skoðar hvað nærir samkennd og hvað dregur úr samkennd í félagslegu samhengi.
Samhliða fræðslu og umræðum verða gerðar æfingar þar sem farið verður yfir hvernig hægt er að bera kennsl á sín einkenni sem geta ýtt undir neikvæða þróun og hvernig hægt er að nýta aðferðir samkenndar til að fyrirbyggja neikvæðar afleiðingar. Á námskeiðinu verður lögð áhersla æfingar er snúa að krefjandi þáttum og hvernig samkennd getur aukið tilfinningalegt jafnvægi.
Starfsfólk á heilbrigðis- og félagssviði.
Sólveig Fríða Kjærnested sálfræðingur og sérfræðingur í klínískri sálfræði. Hún útskrifaðist 2010 sem sálfræðingur frá Háskólanum í Árósum og fékk séfræðileyfi 2020. Sólveig Fríða hefur starfað sem sálfræðingur og sviðsstjóri meðferðarsviðs hjá Fangelsismálastofnun ríkisins, sem MST þerapisti (fjölkerfameðferð) og starfar í dag sem sálfræðingur á Landspítalanum, á öryggis- og réttargeðdeild.