Staðnámskeið

Greining og meðferð við þráhyggju- og árátturöskun

Aðeins 5 sæti laus

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fös. 27. og lau. 28. sept. kl. 9:00 - 16:00

14 klst.

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 79.800 kr.
Snemmskráning til og með 25. september. Almennt verð 91.000 kr.
Námskeið

Í samstarfi við Félag um hugræna atferlismeðferð.

Vinnustofan er hluti af sérnámi í hugrænni atferlismeðferð.

 

Þráhyggju- og árátturöskun er alvarleg geðröskun sem greinist í um það bil 1 - 4% barna og fullorðinna einstaklinga hverju sinni. Fólk með þráhyggju- og árátturöskun er ólíklegt til að ná bata án meðferðar og algengt er að fólk greinist með aðrar geðraskanir samhliða henni. Í mörgum tilfellum byrjar röskunin að þróast í barnæsku, truflar líf einstaklingsins (og annarra) á mörgum sviðum og kemur í veg fyrir að fólk geti t.d. sinnt starfi, sótt nám og svo framvegis.

Klínískar leiðbeiningar mæla með hugrænni atferlismeðferð (HAM) sem fyrsta meðferðarinngripi. Þrátt fyrir algengi og alvarleika þráhyggju- og árátturöskunar eru fáir einstaklingar sem fá rétta meðferð og algengt er að fólk fái ógagnreynda meðferð og nái litlum bata.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Greiningu á þráhyggju og árátturöskun
  • Algengi
  • Kortlagningu (formulation)
  • Viðhaldsþætti
  • Hugræn inngrip
  • Atferlistilraunir
  • Berskjöldun
  • Birtingarmynd röskunarinnar í börnum og fullorðnum
  • Meðferðarplan
  • Bakslagsvarnir
  • Annað sem þátttakendur óska eftir

Ávinningur þinn

Þátttakendur fá tækifæri til að læra að nota hugræna líkanið, skipuleggja meðferð og einnig að gera hagnýtar æfingar sem nýtast í meðferð.

Fyrir hverja

Námskeiðið er ætlað sálfræðingum, geðlæknum og öðru heilbrigðisstarfsfólki með grunn í HAM en litla reynslu af því að meðhöndla þráhyggju- og árátturöskun, sem vill öðlast færni í að meðhöndla áráttu- og þráhyggjuröskun með aðferðum hugrænnar atferlismeðferðar.

Nánar um kennara

Dr. Brynjar Halldórsson útskrifaðist sem klínískur sálfræðingur frá Háskóla Íslands árið 2006. Eftir að hafa starfað 4 ár á Landspítalanum fluttist hann til Englands og hóf nám við Institute of Psychiatry, King´s College í London þar sem hann lauk diplóma gráðu í hugrænni atferlismeðferð innan Improving Access to Psychological Treatments (IAPT) verkefnisins. Meðfram náminu (og að því loknu) starfaði Brynjar sem klínískur sálfræðingur í London innan National Health Service (NHS) og veitti HAM við algengum geðröskunum. Árið 2011 hóf Brynjar doktorsnám í klínískri sálfræði við University of Bath undir leiðsögn Professor Paul Salkovskis. Við sama háskóla hafði hann lektorsstöðu.  Árið 2015 fékk Brynjar stöðu við University of Reading sem “Clinical Post-Doctoral Research Fellow” og síðar sem Clinical Lecturer við Oxford Institute of Clinical Psychology Training and Research.

Í dag starfar Brynjar sem dósent við Háskólann í Reykjavík og sinnir klínísku starfi við geðsvið Landspítalans ásamt því að vera Honorary Researcher við University of Oxford.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Greining og meðferð við þráhyggju- og árátturöskun

Verð
79800