

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mán. 20. okt. - 24. nóv. kl. 15:00 - 16:15 (6x)
Svanhildur Svavarsdóttir
Fer fram í rauntíma á ZOOM
Markmið TEACCH hugmyndafræðinnar er að stuðla að sjálfstæði og frumkvæði einstaklinga á einhverfurófinu með því að gefa þeim tækifæri til að læra nýja færni og nýta til þess það sem vekur áhuga þeirra og hefur tilgang fyrir þau. Sjálfræði og viðurkenning fyrir þeirra menningu og óskum eru ávallt virtar.
Annað markmið TEACCH er að gera umheiminn skiljanlegri þannig að einstaklingar með einhverfu geti tekið þátt á sínum forsendum. Mikilvægt er að tilheyra bekknum en ekki bara að passa inn, heldur vera virt sem virkir þátttakendur í skóla og seinna í starfi. Öryggi og samþykki er undirstaða fyrir vellíðan í öllum aðstæðum og stuðlar að virkri þátttöku.
Námskeiðið er kennt á sex fjarfundum sem hver um sig eru klukkustund en þar verður eftirfarandi efni tekið fyrir:
Starfsfólk grunnskóla (kennarar, stuðningsfulltrúar, sérkennarar, þroskaþjálfar, sérkennslustjórar og stigsstjórar). Ráðgjafar sveitarfélaga sem veita ráðgjöf til starfsfólks grunnskóla.
Svanhildur Svavarsdóttir er með meistarapróf í talmeinafræðum frá Háskólanum í Chapel Hill í Norður Karolínu, stundaði starfsnám í einhverfu hjá Division TEACCH og rannsakaði þar boðskipti einhverfra í 3 ár. Frá árinu 2009 til dagsins í dag hefur Svanhildur starfað sem fyrirlesari og ráðgjafi á vegum Arizona Education Cadre en það sérhæfir sig í sérkennslu fyrir einhverfa.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.