Staðnámskeið

Hildur Hákonardóttir vefari

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fim. 7., 14., 21. og 28. nóvember kl. 17:00 - 19:00

8 klst.

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 49.900 kr.
Snemmskráning til og með 28. október. Almennt verð 54.900 kr.
Námskeið

Á þessu námskeiði verður farið ítarlega yfir feril myndlistarkonunnar Hildar Hákonardóttur, sem hefur samtvinnað listsköpun sína við kvennabaráttu og náttúruvernd. Hildur var ein af frumkvöðlum Rauðsokkahreyfingarinnar, skólastjóri Myndlista- og handíðaskóla Íslands, mikilvirkur ræktandi og náttúruunnandi og hefur ritað bækur um sögu jafnréttisbaráttu, kartöflur og biskupsfrúr. Ævistarf hennar liggur á ólíkum sviðum en myndlistin tengir þau saman.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Starf Hildar á sviði jafnréttisbaráttu og náttúruverndar.
  • Vefnað sem miðil í myndlist.
  • Fjölbreyttar aðferðir og samþættingu myndlistar og baráttu fyrir bættum heimi.
  • Femínisma í myndlist.
  • Strauma og stefnur í íslenskri myndlist.
  • Sögu Rauðsokkahreyfingarinnar og kvennabaráttu á Íslandi.
  • Önnur viðfangsefni Hildar á sviði kvennasögu.  

Ávinningur þinn

  • Aukin þekking á íslenskri myndlist.
  • Aukin þekking  og skilningur á þróun myndlistar á Íslandi.
  • Aukin þekking á ferli Hildar Hákonardóttur.
  • Aukin færni í myndlæsi og þróun myndlistar.
  • Aukin þekking á vefnaði, ræktun og kvennasögu.
  • Aukin þekking á straumum og stefnum í íslenskri myndlist.

Fyrir hverja

Fyrir öll sem hafa áhuga á myndlist og íslenskri myndlistasögu.

Aðrar upplýsingar

Kennsla fer fram í formi fyrirlestra og umræðna.

Nánar um kennara

Sigrún Hrólfsdóttir hefur starfað sem myndlistarmaður frá árinu 1996 og vinnur með margvíslega miðla, málverk, teikningu, innsetningar og gjörningalist, sem fjalla um sýnileg og ósýnileg öfl í heiminum. Sigrún er einnig ein af stofnendum Gjörningaklúbbsins / The Icelandic Love Corporation. Á árunum 2021-2023 gegndi hún rannsóknarstöðu við Listasafn Reykjavíkur þar sem hún stýrði yfirlitssýningunni Rauður þráður um ævistarf Hildar Hákonardóttur (1938). Á árunum 2016-2021 var Sigrún deildarforseti myndlistardeildar Listaháskóla Íslands. Hún lærði myndlist við Myndlista- og handíðaskóla Íslands og Pratt University, New York og er með MA-gráðu í heimspeki frá Háskóla Íslands. 

Í síðasta tímanum verður Hildur sjálf á staðnum. Hún segir frá hugmyndum sínum og svarar spurningum nemenda. 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Hildur Hákonardóttir vefari

Verð
49900