Fjarnámskeið

Microsoft Teams - V2

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mið. 30. okt. kl. 9:00 - 12:00

3 klst.

Atli Þór Kristbergsson

Fer fram í rauntíma á ZOOM

Peningur 26.700 kr.
Snemmskráning til og með 20. október. Almennt verð er 29.400 kr.
Námskeið

Microsoft Teams hefur verið tekið opnum örmum, bæði í fyrirtækja- og stofnanaumhverfi. Áður fyrr áttu nánast öll samskipti og deiling skjala sér stað í tölvupósti en með tilkomu Teams hafa samskipti og samvinna innan skipulagsheilda orðið mun einfaldari. 

 

Vorið 2024 kom Microsoft með nýja útgáfu sem þeir einfaldlega kalla V2 og stendur fyrir útgáfu tvö. Til að byrja með var valkvætt að nýta sér nýju útgáfuna en svo er ekki lengur og því eru allir komnir með hana. Margt er nýtt eins og einfaldari skipting á milli aðganga, sýna staðsetningu, stillingu, svo eitthvað sé nefnt. 

 

Á þessu námskeiði er farið yfir það helsta sem var uppfært í nýju útgáfunni og möguleika sem breytingarnar hafa í för með sér.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Nýjar stillingar s.s.: „Channel details“
  • Birtingarstaður nýrra skilaboða
  • Stillingar á sértækum skilaboðum fyrir Teams
    • Tímastilling skilaboða
  • Tilkynning um vinnustaðsetningu (e. work location)
  • Hraðleit innan rása og í spjalli
  • Merkja allt sem „lesið" innan úr teymi / teymum
  • Sérstilla merki/tákn (e. emoji) fyrir hvern og einn starfsmann
  • Hraðleið að OneDrive hvers og eins
  • Nýta smáforrit fyrir fundi - hraðleið
    • Beint frá stjórnborði
  • Sé hlekkur valinn í spjalli má halda samræðum áfram í vafra
  • Uppfærsla á „Live caption“ - til dæmis þegar hlustað er á ensku

Aðrar upplýsingar

Gott er að hafa aðgang að Microsoft Teams meðan á námskeiðinu stendur frá vinnustöð eða í gegnum vafra.

Nánar um kennara

Atli Þór Kristbergsson hefur starfað við upplýsingatækni frá árinu 1998, fyrst sem kerfis- og vefstjóri og sem deildarstjóri upplýsingatæknideildar Íslandsbanka svo eitthvað sé nefnt. Á síðari árum hefur hann einkum sinnt kennslu, ráðgjöf og vefsíðugerð.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Microsoft Teams - V2

Verð
26700