Henry Alexander Henrysson

Peningur kr.
Námskeið

Hvers vegna tökum við svo oft ákvarðanir sem við sjáum eftir? Hvernig tengjast skoðanir okkar ákvörðunum og athöfnum? Við hvaða aðstæður er raunhæft að við getum tekið röklegar ákvarðanir?

Á þessu námskeiði verður farið yfir einstaka þætti í ákvarðanaferlinu og hvernig við getum varast að fella hleypidóma í einstökum málum. Athyglinni verður sérstaklega beint að því hvaða spurninga við eigum að spyrja okkur til að hlýða rökum og fara eftir réttum upplýsingum.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hvað þarf til svo ákvarðanir geti talist vel ígrundaðar.
  • Flókið samband þeirra þátta sem stjórna ákvörðunum okkar.
  • Einkenni góðra og traustra samskipta.
  • Algengar rök- og hugsunarvillur.
  • Hvað einkennir gagnrýnar manneskjur.

Ávinningur þinn

  • Þekking á helstu rökvillum.
  • Skilningur á samspili innsæis, reynslu og ígrundunar.
  • Lærir að forðast algenga hleypidóma.
  • Kynnist leiðum til að gera hugsun þína agaðri og rökvissari.

Fyrir hverja

Stjórnendur í fyrirtækjum, stofnunum og félögum og áhugafólk um efnið.

Nánar um kennara

Dr. Henry Alexander Henrysson starfar sem ráðgjafi og fyrirlesari. Hann hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um siðfræði, gagnrýna hugsun og ákvarðanatöku, meðal annars bók ásamt Páli Skúlasyni sem nefnist Hugleiðingar um gagnrýna hugsun. Með helstu rannsóknarefna Henrys er hvernig fagleg hæfni og gagnrýnin ákvarðanataka eflir traust á stofnunum samfélagsins. Nánari upplýsingar um verk og störf Henrys.

Verð