

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Fim. 10. apríl kl. 8:30 - 12:30
Henry Alexander Henrysson
Endurmenntun Háskóla Íslands
Námskeið 3. apríl (FULLBÓKAÐ)
Námskeið 10. apríl
Hvers vegna tökum við svo oft ákvarðanir sem við sjáum eftir? Hvernig tengjast skoðanir okkar ákvörðunum og athöfnum? Við hvaða aðstæður er raunhæft að við getum tekið röklegar ákvarðanir?
Á þessu námskeiði verður farið yfir einstaka þætti í ákvarðanaferlinu og hvernig við getum varast að fella hleypidóma í einstökum málum. Athyglinni verður sérstaklega beint að því hvaða spurninga við eigum að spyrja okkur til að hlýða rökum og fara eftir réttum upplýsingum.
Stjórnendur í fyrirtækjum, stofnunum og félögum og áhugafólk um efnið.
Dr. Henry Alexander Henrysson starfar sem ráðgjafi og fyrirlesari. Hann hefur skrifað greinar í blöð og tímarit um siðfræði, gagnrýna hugsun og ákvarðanatöku, meðal annars bók ásamt Páli Skúlasyni sem nefnist Hugleiðingar um gagnrýna hugsun. Með helstu rannsóknarefna Henrys er hvernig fagleg hæfni og gagnrýnin ákvarðanataka eflir traust á stofnunum samfélagsins. Nánari upplýsingar um verk og störf Henrys.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.