Staðnámskeið

Svansvottaðar byggingar

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Fös. 29. nóv. kl. 8:30 - 12:30

4 klst.

Þórey Edda Elísdóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 38.900 kr.
Snemmskráning til og með 19. nóvember. Almennt verð er 42.800 kr.
Námskeið

Námskeiðið fjallar um áskoranir og tækifæri við hönnun og byggingu Svansvottaðra bygginga. Farið verður yfir hvað Svansvottun er og einnig hvernig hægt er að byggja umhverfisvænna með tilliti til íslenskra innviða og byggingarhefðar án þess að nauðsynlega sé verið að stefna á vottun.

 

Tæplega helmingur af kolefnisspori heimsins tengist framkvæmdum og byggingum á einhvern máta, jarðvinnu, framleiðslu byggingarefna, byggingu húsa, rekstri þeirra eða niðurrifi. Það má því segja að ef takast á við afleiðingar loftslagsbreytinga þá geti skipt sköpum að ná tökum á umhverfismálum í byggingariðnaði.

 

Á Íslandi hafa verið notuð tvö vistvottunarkerfi fyrir byggingar, alþjóðlega vistvottunarkerfið BREEAM og norræna umhverfismerkið Svanurinn. Opinberir aðilar, ríkið og Reykjavíkurborg hafa fyrst og fremst notað BREEAM.

 

Þó svo að megináherslan sé á vottunarkerfið Svaninn þá verður einnig farið yfir einstakar lausnir sem miða að því að gera hús umhverfisvænni þó ekki sé nauðsynlega stefnt að vottun.
Að lokum verður bent á hvar nauðsynlegar upplýsingar er að finna til að auðvelda vistvænar framkvæmdir.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Af hverju á að byggja umhverfisvæn hús?
  • Heilsu-, umhverfis- og kolefnisspor bygginga.
  • Hvaða tegundir húsa er hægt að votta og af hverju?
  • Nýju viðmið Svansins vegna nýbygginga - 4. útgáfa.
  • Innivist og orkunýtni.
  • Efnakröfur.
  • Gæðakröfur.
  • Kostnað.

Ávinningur þinn

  • Innsýn í hvað Svansvottun þýðir og hvað hægt er að gera án þess að fara alla leið í vottun.
  • Getur leiðbeint viðskiptavinum í upphafi verks varðandi val á vottunarkerfi, kostnað og vöruvali.
  • Aukin þekking á hvað hafa skal í huga þegar ráðist er í „vistvænar“ framkvæmdir.

Fyrir hverja

Hönnuði bygginga; arkitekta, byggingarverkfræðinga, tæknifræðinga og aðra sem koma að hönnun bygginga auk hugsanlegra kaupenda vistvænna verkefna, s.s. fasteigna- og/eða sveitarfélög.

Aðrar upplýsingar

Gott er fyrir þátttakendur að vera búnir að fletta í skýrslum um reynsluna af byggingu fyrsta Svansvottaða íbúðarhússins áður en námskeið hefst. Skýrslurnar má nálgast hér:

Reynslan af umhverfisvottun Svansins fyrir byggingar. Hluti I: Almenn yfirferð

Reynslan af umhverfisvottuninni Svanurinn fyrir byggingar. Hluti II: Stigamatskerfið

Nánar um kennara

Þórey Edda er umhverfisverkfræðingur að mennt og starfar hjá Verkís. Þar kemur hún meðal annars að ráðgjöf vegna Svansvottunar bæði vegna nýbygginga og endurbóta húsnæðis. Þórey er sjálf að byggja sér Svansvottað hús í Hafnarfirði.

Gestakennari á námskeiðinu er Eiríkur Á. Magnússon, byggingaverkfræðingur hjá Ventum. Eiríkur fjallar um loftræstingu og orkusparnað.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Svansvottaðar byggingar

Verð
38900