

Valmynd
Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!
Mið. 24. sept. kl. 12:30 - 16:30
Jón Gunnar Ásbjörnsson
Unnur Lilja Hermannsdóttir
Endurmenntun Háskóla Íslands
Námskeið sem ætlað er stjórnarmönnum í félögum, áhugamönnum um efnið og sérfræðingum, þar sem fjallað verður hlutverk, umboð og ábyrgð stjórnarmanna í félögum. Vikið verður að hagnýtum þáttum svo sem skipulagi starfs en einnig verður nokkur áhersla á ábyrgð stjórnar í því skyni að veita dýpri innsýn í hlutverk stjórna.
Markmiðið með námskeiðinu er að flétta saman á hagnýtan hátt umfjöllun um lög og reglur sem tengjast stjórnum félaga.
Farið verður yfir hlutverk og umboð mismunandi stjórnareininga innan félaga; stjórna, framkvæmdastjórna og hluthafa. Vikið verður að almennum atriðum er varða samsetningu stjórna og stjórnarfundi, svo sem undirbúningi funda, skiptingu verka og hlutverki stjórnarformanns. Fjallað verður um mismunandi skyldur stjórnar eftir breytilegri stöðu félags. Einnig verður farið yfir framkvæmd varðandi ábyrgðir stjórnarmanna, hvoru tveggja skaðabóta- og refsiábyrgðir, í því skyni að veita dýpri innsýn í hlutverk stjórnarmanna.
Námskeiðið er ætlað stjórnarmönnum í félögum, áhugamönnum um efnið sem og sérfræðingum.
Ekki er gert ráð fyrir sérstökum undirbúningi en kennarar benda á ritið Hlutafélagaréttur eftir Stefán Má Stefánsson prófessor sem alhliða uppflettirit.
Unnur Lilja Hermannsdóttir er eigandi á Landslögum lögfræðistofu. Unnur lauk lagaprófi frá Háskólanum í Reykjavík árið 2012 en hóf störf með námi hjá Landslögum árið 2011. Hún hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2012. Helstu starfssvið Unnar eru á sviði fjármálaréttar og fyrirtækjaráðgjafar, þar með talið vegna félagaréttarlegra málefna. Þá hefur Unnur sérhæft sig sértaklega í ábyrgð stjórnarmanna í félögum og skrifaði hún t.a.m. meistararitgerð um skyldu félagsstjórnar til að afhenda bú félags til gjaldþrotaskipta og ábyrgð félagsstjórnar ef þeirri skyldu er ekki réttilega sinnt. Í störfum sínum hefur Unnur sinnt ýmiss konar ráðgjöf fyrir fyrirtæki sem snerta ábyrgð og hlutverk stjórnarmanna. Unnur er varamaður í stjórn LÍN og formaður skólanefndar Menntaskólans við Hamrahlíð.
Jón Gunnar Ásbjörnsson er eigandi á Landslögum lögfræðistofu. Jón Gunnar lauk lagaprófi frá Háskóla Íslands vorið 2011 og hóf störf á Landslögum síðar sama ár. Áður en Jón Gunnar hóf störf hjá Landslögum hafði hann starfað á lögmannsstofunni BBA-Legal frá árinu 2010. Jón Gunnar hlaut málflutningsréttindi fyrir héraðsdómi árið 2012 og fyrir Hæstarétti árið 2018. Hann hefur setið í laganefnd Lögmannafélag Íslands frá árinu 2017. Félagaréttur er meðal helstu sérsviða Jóns Gunnars og hefur hann komið að þó nokkrum fjölda mála þar sem reynir á ábyrgð stjórnarmanna, og rekur t.a.m. eitt slíkt dómsmál um þessar mundir. Þá situr Jón Gunnar í stjórn Fiskkaupa ehf.
Bæði hafa reynslu af kennslu en Unnur hefur sinnt stundakennslu í fjármunarétti við Háskólann í Reykjavík og Jón Gunnar hefur sinnt stundakennslu í bótarétti og vátryggingarétti við lagadeild Háskóla Íslands frá árinu 2020 og stundakennslu í alþjóðlegum einkamálarétti við lagadeild Háskólans í Reykjavík frá 2024.
Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.