Staðnámskeið

Blágrænar ofanvatnslausnir

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Mán. 4. nóv. og þri. 5. nóv. kl. 13:00 - 15:30

5 klst.

Halldóra Hreggviðsdóttir

Hrund Ólöf Andradóttir

Endurmenntun Háskóla Íslands

Peningur 47.900 kr.
Snemmskráning til og með 25. október. Almennt verð 52.700 kr.
Námskeið

Í samstarfi við ráðgjafarfyrirtækið Alta og Verk- og náttúruvísindasvið HÍ
 

Með blágrænum ofanvatnslausnum er meðferð ofanvatns leyst ofanjarðar í stað þess að beina því í neðanjarðar fráveitukerfi.
 

Til þess að ofanvatnið valdi ekki óþægindum eða skaða þarf að koma fyrir gegndræpu yfirborði, tjörnum, vatnsfarvegum og ýmsu fleiru af því tagi, sem nefnt er einu nafni “blágrænar ofanvatnslausnir”. Blágrænar ofanvatnslausnir eru hagkvæm leið við meðferð ofanvatns og auka seiglu byggðar gagnvart loftslagsbreytingum.
 

Þegar vel er að uppbyggingu staðið leiða þær til; grænkunar byggðar og heilsusamlegra umhverfis fyrir náttúru og samfélag, bæta gæði vatns og lofts, auka líffræðilegan fjölbreytileika og kolefnisbindingu. Þær eru einn lykilþátta til að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu Þjóðanna nr. 11, um sjálfbærar borgir og samfélög.
 

Ávinningurinn er margþættur en innleiðing krefst nýrrar hugsunar og skilnings um skipulag og uppbyggingu byggðar hjá fagfólki, starfsfólki og kjörnum fulltrúum sveitarfélaga og íbúa. Þær eru orðnar óaðskiljanlegur hluti bæjar- og borgarhönnunar í flestum nágrannalöndum okkar og eru það sem koma skal varðandi meðferð ofanvatns.

Á námskeiðinu er fjallað um

  • Hvernig blágrænar ofanvatnslausnir virka, ávinning þeirra, rekstur og viðhald. 
  • Leiðir við innleiðingu í nýrri og eldri byggð og dæmi um notkun þeirra hérlendis og erlendis. 
  • Niðurstöður nýjustu rannsókna Háskóla Íslands um hvernig þær virka í íslensku umhverfi.
  • Gerð ofanvatnsskipulags og samþættingu þess við skilmála í skipulagsáætlunum, byggt á íslenskum dæmum. 
  • Breytingar á starfsháttum og mikilvægi þverfaglegs samstarfs sérfræðinga á sviðum veitukerfa, skipulags, arkitektúrs, landslagshönnunar, garðyrkju og framkvæmda.
  • Mikilvægi samvinnu við íbúa, starfsfólk sveitarfélaga og kjörna fulltrúa við innleiðingu.

Ávinningur þinn

  • Þekking á hvernig blágrænar ofanvatnslausnir virka, ávinning þeirra og hvernig og hvar hægt er að nýta þær.
  • Lærir helstu skref við skipulag, hönnun og innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna.
  • Þekking á því að hverju þarf að huga sérstaklega við innleiðingu blágrænna innviða við íslenskar aðstæður. 

Fyrir hverja

Námskeiðið er einkum ætlað starfsfólki sveitarfélaga og kjörnum fulltrúum sem tengjast skipulagsmálum, veitum og umhverfismálum. Einnig fagfólki, s.s. skipulagsfræðingum, borgarhönnuðum, arkitektum, landslagsarkitektum, verkfræðingum, jarðfræðingum, líffræðingum og garðyrkjufólki, sem vilja fá grunnskilning á viðfangsefninu. 

Nánar um kennara

Halldóra Hreggviðsdóttir, skipulagsráðgjafi, MS jarðfræði, MS hagverkfræði. Hún hefur víðtæka reynslu af skipulagsmálum og skipulagi blágrænna ofanvatnslausna. Halldóra verkstýrði m.a. fyrstu innleiðingu blágrænna ofanvatnslausna í heilt hverfi á Íslandi, Urriðaholt í Garðabæ og endurhönnun blágrænna ofanvatnslausna á Ásbrú, auk fleiri verkefna. Hún hefur haldið fjölda fyrirlestra og námskeið um blágrænar ofanvatnslausnir og leiðbeint og verið prófdómari í meistaraverkefnum í umhverfis- og byggingarverkfræðideild HÍ á sviði blágrænna ofanvatnslausna. Nánari upplýsingar hér. 


Dr. Hrund Ólöf Andradóttir prófessor í umhverfisverkfræði í Umhverfis- og byggingarverkfræði hjá Háskóla Íslands. Hrund hefur leitt tímamótarannsóknir á sviði blágrænna innviða á Íslandi og kennir hönnun blágrænna ofanvatnslausna í námskeiði HÍ í vatns- og fráveitufræðum. Nánari upplýsingar hér. 

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Blágrænar ofanvatnslausnir

Verð
47900