Staðnámskeið

Alþjóðafjármál og seðlabankar (VIÐ1A7F)

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Námskeiðið verður kennt á haustmisseri 2024. Sjá nánar í stundatöflu.

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Peningur 75.000 kr.
Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Námskeiðið kynnir fyrir nemendum helstu kenningar alþjóðafjármála og beitir þeim til að skýra breytingar á gengi gjaldmiðla, aðgerðir Seðlabanka, gjaldfærnir þjóða og hvernig frjálst flæði fjármagns getur stutt við sjálfbæran hagvöxt. 

Áhætta sem stafað getur af breyttu fjármagnsflæði verður greint, auk þeirra þátta sem dregið geta úr líkum á að ríki lendi í greiðslujafnaðaráfalli. Áhrif Seðlabanka og annarra aðila á fjármálamarkaði á fjármagnsflæði, þ.m.t. erlendar fjárfestingar verður rýnt. Sérstök áhersla verður lögð á áhrif peningastefnu í stærri ríkjum á fjármagnsflæði og mögulegt val á peningastefnu í minni ríkjum. Sérstaklega verður farið yfir hagstjórnaraðgerðir sem beinast að því að styðja við stöðugan gjaldmiðil og koma í veg fyrir greiðslujafnaðaráfall með tilheyrandi gengishruni og efnahagssamdrætti.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

 

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Umsókn er aðeins afgreidd ef prófskírteini, til staðfestingar á loknu grunnnámi við háskóla, hefur borist á netfangið endurmenntun@hi.is   

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.

Sjá tímasetningar og staðsetningar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Alþjóðafjármál og seðlabankar (VIÐ1A7F)

Verð
75000