Staðnámskeið

Sjálfvirknivæddir ferlar (VIÐ1A2F)

Vantar þig aðstoð við nýskráningu inn á Mínar síður? Horfðu á leiðbeiningarmyndbandið!

Námskeiðið verður kennt á haustmisseri 2024. Sjá nánar í stundatöflu.

Háskóli Íslands - sjá stundatöflu

Peningur 75.000 kr.
Námskeið

Í samstarfi við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Þetta námskeið er hannað fyrir nemendur í Viðskiptafræðideild, sérstaklega þá sem koma að fjárhag og fjármálum, sem vilja læra nýja tækni í sjálfvirknivæðingu ferla (RPA, e. Robotic process automation) og beitingu þess í rekstri og við bókhald, fjármál og endurskoðun.

Í þessu námskeiði læra nemendur hvernig á að byggja RPA snjallmenni fyrir mismunandi notkunartilfelli í meðal annars bókhaldi og endurskoðun. Að auki læra nemendur einnig grunnatriði gervigreindar (AI) og hvernig er hægt að samþætta gervigreind við RPA til að ná greindri sjálfvirkni í ferlum (IPA, intelligent process automation).

Markmið námskeiðsins er að undirbúa nemendur í fjármálum fyrir breytt vinnuumhverfi þar sem tækni og sjálfvirkni gegna æ mikilvægara hlutverki.

Þetta námskeið er einnig hentugt fyrir starfandi fagfólk sem er að fara í gegnum stafræna umbreytingu.

Sjá hæfniviðmið í kennsluskrá HÍ.

 

Umsókn
Námskeið í viðskiptafræði eru á framhaldsstigi og jafngilda námskeiðum á meistarastigi við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Þau má því fá metin til MS-prófs við deildina sem sér jafnframt um faglega stjórnun námskeiðanna en Endurmenntun HÍ sér um skráningar nemenda. Umsókn er aðeins afgreidd ef prófskírteini, til staðfestingar á loknu grunnnámi við háskóla, hefur borist á netfangið endurmenntun@hi.is   

Sjá upplýsingar um námskeiðið í kennsluskrá HÍ.

Sjá tímasetningar og staðsetningar á heimasíðu Viðskiptafræðideildar undir stundatöflur.

Styrkur

Átt þú rétt á styrk frá þínu stéttarfélagi eða Vinnumálastofnun til að sækja námskeið eða nám?
Kannaðu málið HÉR.

Sjálfvirknivæddir ferlar (VIÐ1A2F)

Verð
75000